Fara í efni

Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 202008142

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 337. fundur - 03.09.2020

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi þann 28. apríl sl. að beina því til samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga að setja á fót greiningarhóp til að vinna að tvíþættu verkefni. Annars vegar að safna upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár, þróun þeirra og horfur og hins vegar að safna upplýsingum um einstaka þætti sem ljóst þykir að muni hafa mikil áhrif á afkomu sveitarfélaga á komandi mánuðum og misserum. Tilefnið er að bregðast við þeim aðstæðum sem myndast hafa í kjölfar Covid-19 faraldursins en ljóst er að áhrif hans verða mikil á efnahagslífið allt og þar með talið fjármál ríkis og sveitarfélaga.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og hafa niðurstöður verið birtar.
Lagt fram til kynningar.