Fara í efni

Erindi frá Islands Þari ehf

Málsnúmer 202008108

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 337. fundur - 03.09.2020

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Islands Þari ehf. þar sem fyrirtækið lýsir yfir að Húsavík sé þeirra fyrsti kostur til uppsetningar á þaravinnslu. Óskað er eftir aðstoð og samstarfi sveitarfélagsins við ákvörðun endanlegrar staðsetningar og skipulagningu þeirra þátta sem nauðsynlegir eru til að byggja upp starfsemina á Húsavík.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að eiga samtal við fyrirtækið um atvinnuuppbyggingu á svæðinu.