Fara í efni

Opnun Demantshringsins sem ferðamannaleiðar.

Málsnúmer 202006084

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Laugardaginn 22. ágúst verður formleg opnun á Dettifossvegi á vegum Markaðsstofu Norðurlands en nánari tímasetning verður send síðar. Óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga á svæðinu í viðburðinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samráð við Húsavíkurstofu varðandi viðburð við opnunina.

Byggðarráð Norðurþings - 337. fundur - 03.09.2020

Demantshringurinn verður opnaður formlega sunnudaginn 6. september 2020 kl. 13:00. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn vegna fjöldatakmarkana samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum.
Lagt fram til kynningar.