Fara í efni

Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

Málsnúmer 202006102

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Til umfjöllunar er starfsemi frístundarvistunar á Húsavík fyrir 1-4 bekk vegna skólaársins 2020-2021
Málinu er frestað til næsta fundar þar sem fullnægjandi gögn lágu ekki fyrir.

Fjölskylduráð - 68. fundur - 29.06.2020

Fyrir Fjölskylduráði liggur minnisblað um mögulegar leiðir til að efla starfsemi Frístundarheimilisins Túns og samstarf Borgarhólsskóla.
Berglind Hauksdóttir fulltúi V listans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fyrir liggur minnisblað skólastjóra Borgarhólsskóla og sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem farið er yfir útfærslu á rekstri frístundastarfs í Norðurþingi. Í minnisblaðinu er m.a. dregin fram nauðsyn þess að auka samstarf við frístundar og grunnskólastarfs. Fjölskylduráð hefur átt miklar og þarfar umræður um málefni frístundar á síðustu mánuðum. M.a. hefur verið rætt um nauðsyn þess að auka samstarf og samfellu í málaflokknum við rekstur grunnskólastarfs, en fyrrgreint minnisblað dregur einmitt einnig fram nauðsyn þessa. Nýverið var gerð breyting á lagaumhverfi frístundastarfs þar sem málaflokkurinn færðist inn í grunnskólalög (91/2008). Í 33. grein laganna kemur fram að sveitarfélögum beri að fara með faglegt forræði frístundaheimila, og beri að „ákveða skipulag starfsemi þeirra og rekstrarform með samþættingu skóla- og frístundastarfs og þarfir barna að leiðarljósi.“ Með vísan þessa verður að telja ákjósanlegast að rekstur málaflokks frístundastarfs Norðurþings verði undir einni og sömu stjórn og þannig í beinni samfellu við starfsemi grunnskóla. Með þeim hætti verði þarfir barna og fjölskyldna best tryggðar og lögbundin samþætting skóla- og frístundastarfs uppfyllt með skýrum hætti. Ætla má að fagleg samlegð verði mest með þessum hætti, enda margvísleg tækifæri til samnýtingar aðstöðu, búnaðar, starfskrafta og fagþekkingar. Á þessum grunni verði gerð sú breyting á skipulagi á fjölskyldusviði að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar færist að öllu leyti undir stjórn grunnskóla Norðurþings og þar með stjórnendur skólanna. Þessi breyting taki gildi frá og með 1. september 2020 að undangenginni tilfærslu rekstrarfjármuna til málaflokksins skv. fjárhagsáætlun 2020 yfir til grunnskólanna og staðfestingu á því eftir því sem þörf er á í sveitarstjórn/byggðaráði.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Berglindar, Benónýs, Heiðbjartar.
Bylgja greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Lilja Skarphéðinsdóttir sat hjá.

Hafrún óskar bókað að hennar skoðun er sú að ekki hafa komið fram nægjanlega sterk rök sem styðja það að flytja ætti rekstur frístundastarfs undir stjórnendur Borgarhólsskóla.

Byggðarráð Norðurþings - 332. fundur - 02.07.2020

Á 68. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Berglind Hauksdóttir fulltúi V listans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fyrir liggur minnisblað skólastjóra Borgarhólsskóla og sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem farið er yfir útfærslu á rekstri frístundastarfs í Norðurþingi. Í minnisblaðinu er m.a. dregin fram nauðsyn þess að auka samstarf við frístundar og grunnskólastarfs. Fjölskylduráð hefur átt miklar og þarfar umræður um málefni frístundar á síðustu mánuðum. M.a. hefur verið rætt um nauðsyn þess að auka samstarf og samfellu í málaflokknum við rekstur grunnskólastarfs, en fyrrgreint minnisblað dregur einmitt einnig fram nauðsyn þessa. Nýverið var gerð breyting á lagaumhverfi frístundastarfs þar sem málaflokkurinn færðist inn í grunnskólalög (91/2008). Í 33. grein laganna kemur fram að sveitarfélögum beri að fara með faglegt forræði frístundaheimila, og beri að „ákveða skipulag starfsemi þeirra og rekstrarform með samþættingu skóla- og frístundastarfs og þarfir barna að leiðarljósi.“ Með vísan þessa verður að telja ákjósanlegast að rekstur málaflokks frístundastarfs Norðurþings verði undir einni og sömu stjórn og þannig í beinni samfellu við starfsemi grunnskóla. Með þeim hætti verði þarfir barna og fjölskyldna best tryggðar og lögbundin samþætting skóla- og frístundastarfs uppfyllt með skýrum hætti. Ætla má að fagleg samlegð verði mest með þessum hætti, enda margvísleg tækifæri til samnýtingar aðstöðu, búnaðar, starfskrafta og fagþekkingar. Á þessum grunni verði gerð sú breyting á skipulagi á fjölskyldusviði að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar færist að öllu leyti undir stjórn grunnskóla Norðurþings og þar með stjórnendur skólanna. Þessi breyting taki gildi frá og með 1. september 2020 að undangenginni tilfærslu rekstrarfjármuna til málaflokksins skv. fjárhagsáætlun 2020 yfir til grunnskólanna og staðfestingu á því eftir því sem þörf er á í sveitarstjórn/byggðaráði.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Berglindar, Benónýs, Heiðbjartar.
Bylgja greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Lilja Skarphéðinsdóttir sat hjá.

Hafrún óskar bókað að hennar skoðun er sú að ekki hafa komið fram nægjanlega sterk rök sem styðja það að flytja ætti rekstur frístundastarfs undir stjórnendur Borgarhólsskóla.
Helena leggur til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari útfærslu þar sem ráðinu verði falið að kostnaðargreina tilfærslu frístundastarfs 1.-4. bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs, ásamt því að ráðið tilgreini hvernig það hyggst mæta breytingum í rekstri sviðsins.

Kolbrún Ada víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Tillagan er samþykkt af Bergi og Helenu.
Hafrún ítrekar bókun sína frá fundi fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 69. fundur - 17.07.2020

Á 332. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað:

Helena leggur til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari útfærslu þar sem ráðinu verði falið að kostnaðargreina tilfærslu frístundastarfs 1.-4. bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs, ásamt því að ráðið tilgreini hvernig það hyggst mæta breytingum í rekstri sviðsins.

Kolbrún Ada víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Tillagan er samþykkt af Bergi og Helenu. Hafrún ítrekar bókun sína frá fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa sem og fræðslufulltrúa að kostnaðargreina tilfærslu reksturs Frístundastarfs 1-4 bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs og leggja fyrir ráðið á fundi Fjölskylduráðs 10.ágúst.

Fjölskylduráð - 70. fundur - 10.08.2020

Lagt er fram til kynningar minnisblað Íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa vegna kostnaðargreiningar á tilfærslu reksturs Frístundastarfs 1-4 bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs.
Benóný, Berglind og Heiðbjört leggja fram eftirfarandi tillögu:

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 10. júní sl. var samþykkt að gera skipulagsbreytingu á fjölskyldusviði þannig að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar á Húsavík færðist að öllu leyti undir stjórn Borgarhólsskóla. Samþykkt var að þessi breyting tæki gildi frá 1. september 2020. Á fundi byggðarráðs 2. júlí var fjölskylduráði falið að láta kostnaðargreina tilfærsluna. Fyrir þessum fundi liggur nú kostnaðargreining sem unnin hefur verið af starfsfólki fjölskyldusviðs, þar sem fram kemur m.a. að kostnaður Norðurþings við rekstur frístundar á Húsavík sé á ársgrundvelli 10.929.300 kr.

Fyrir liggur að einhver kostnaðarauki verður við tilfærsluna en að mati ráðsins er hann óverulegur og rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.

Því er lagt til að þessir fjármunir verði færðir milli málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun ráðsins. Þessi ákvörðun liggi til grundvallar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (heilt rekstrarár) en hlutfallslega fyrir líðandi rekstrarár miðað við þá dagsetningu sem ákveðin var á fyrri fundi ráðsins.

Tilagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Berglindar og Heiðbjartar.
Hrund og Arna sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.

Byggðarráð Norðurþings - 336. fundur - 20.08.2020

Á 70. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Benóný, Berglind og Heiðbjört leggja fram eftirfarandi tillögu:

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 10. júní sl. var samþykkt að gera skipulagsbreytingu á fjölskyldusviði þannig að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar á Húsavík færðist að öllu leyti undir stjórn Borgarhólsskóla. Samþykkt var að þessi breyting tæki gildi frá 1. september 2020. Á fundi byggðarráðs 2. júlí var fjölskylduráði falið að láta kostnaðargreina tilfærsluna. Fyrir þessum fundi liggur nú kostnaðargreining sem unnin hefur verið af starfsfólki fjölskyldusviðs, þar sem fram kemur m.a. að kostnaður Norðurþings við rekstur frístundar á Húsavík sé á ársgrundvelli 10.929.300 kr.

Fyrir liggur að einhver kostnaðarauki verður við tilfærsluna en að mati ráðsins er hann óverulegur og rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.

Því er lagt til að þessir fjármunir verði færðir milli málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun ráðsins. Þessi ákvörðun liggi til grundvallar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (heilt rekstrarár) en hlutfallslega fyrir líðandi rekstrarár miðað við þá dagsetningu sem ákveðin var á fyrri fundi ráðsins.

Tilagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Berglindar og Heiðbjartar.
Hrund og Arna sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.
Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem umboð byggðarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar er útrunnið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Á 70. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Benóný, Berglind og Heiðbjört leggja fram eftirfarandi tillögu: Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 10. júní sl. var samþykkt að gera skipulagsbreytingu á fjölskyldusviði þannig að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar á Húsavík færðist að öllu leyti undir stjórn Borgarhólsskóla. Samþykkt var að þessi breyting tæki gildi frá 1. september 2020. Á fundi byggðarráðs 2. júlí var fjölskylduráði falið að láta kostnaðargreina tilfærsluna. Fyrir þessum fundi liggur nú kostnaðargreining sem unnin hefur verið af starfsfólki fjölskyldusviðs, þar sem fram kemur m.a. að kostnaður Norðurþings við rekstur frístundar á Húsavík sé á ársgrundvelli 10.929.300 kr.

Fyrir liggur að einhver kostnaðarauki verður við tilfærsluna en að mati ráðsins er hann óverulegur og rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.Því er lagt til að þessir fjármunir verði færðir milli málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun ráðsins. Þessi ákvörðun liggi til grundvallar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (heilt rekstrarár) en hlutfallslega fyrir líðandi rekstrarár miðað við þá dagsetningu sem ákveðin var á fyrri fundi ráðsins.

Tilagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Berglindar og Heiðbjartar. Hrund og Arna sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.


Á 336. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem umboð byggðarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar er útrunnið.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Kristján Þór.

Tillaga fjölskylduráðs er samþykkt með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Þórs og Silju.
Hjálmar greiðir atkvæði á móti.
Bergur, Hrund og Kristján Friðrik sátu hjá.