Fara í efni

Fjölskylduráð

69. fundur 17. júlí 2020 kl. 11:00 - 12:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir varamaður
  • Aldey Traustadóttir varamaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hróðný Lund félagsmálastjóri
Dagskrá
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-2.

1.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

Málsnúmer 202006102Vakta málsnúmer

Á 332. fundi byggðarráðs var eftirfarndi bókað:

Helena leggur til að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari útfærslu þar sem ráðinu verði falið að kostnaðargreina tilfærslu frístundastarfs 1.-4. bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs, ásamt því að ráðið tilgreini hvernig það hyggst mæta breytingum í rekstri sviðsins.

Kolbrún Ada víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Tillagan er samþykkt af Bergi og Helenu. Hafrún ítrekar bókun sína frá fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa sem og fræðslufulltrúa að kostnaðargreina tilfærslu reksturs Frístundastarfs 1-4 bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs og leggja fyrir ráðið á fundi Fjölskylduráðs 10.ágúst.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta

Málsnúmer 202006086Vakta málsnúmer

Á 331. fundi byggðarráðs var bókað;

Byggðarráð vísar viðaukunum til frekari umræðu í fjölskylduráði í ljósi upplýsinga um uppfærða úthlutunaráætlun Jöfnunarsjóðs.
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.

Fundi slitið - kl. 12:35.