Fara í efni

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta

Málsnúmer 202006086

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Fyrir fjölskylduráði liggja tveir viðaukar fyrir málaflokk 02-Félagsþjónusta.
Fyrri viðaukinn er vegna viðbótarlaunakostnaðar í tengslum við COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Seinni viðaukinn er vegna aukinna umsvifa í rekstri málaflokksins vegna fjölgunar þjónustuþega að fjárhæð 23.292.844 krónur.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi viðauka fyrir málaflokkinn 02-Félagsþjónusta:
Viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði í tenglsum við COVID-19 upp á 8.204.007 kr. og viðauka vegna aukinna umsvifa vegna fjölgunar þjónustuþega upp á 23.292.844 kr. og vísar þeim til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Á 67. fundi fjölskylduráðs var bókað;

Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi viðauka fyrir málaflokkinn 02-Félagsþjónusta:
Viðauka fyrir viðbótarlaunakostnaði í tengslum við COVID-19 upp á 8.204.007 kr. og viðauka vegna aukinna umsvifa vegna fjölgunar þjónustuþega upp á 23.292.844 kr. og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð vísar viðaukunum til frekari umræðu í fjölskylduráði í ljósi upplýsinga um uppfærða úthlutunaráætlun Jöfnunarsjóðs.

Fjölskylduráð - 69. fundur - 17.07.2020

Á 331. fundi byggðarráðs var bókað;

Byggðarráð vísar viðaukunum til frekari umræðu í fjölskylduráði í ljósi upplýsinga um uppfærða úthlutunaráætlun Jöfnunarsjóðs.
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Á 69. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar:
Viðauki vegna launa tengdum COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Viðauki vegna barnaverndarmála og fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur.
Viðauki vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 0 krónur.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á 338. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað vegna málsins:

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi viðauka og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar: Viðauki vegna launa tengdum COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur. Viðauki vegna barnaverndarmála og fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur. Viðauki vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra að upphæð 79.208.800 krónur og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði og aðrar tekjur 79.208.800 krónur. Heildarfjárhæð viðaukans í málefnum fatlaðra er því 0 krónur.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján, Kolbrún Ada og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna aukins launakostnaðar í tengslum við COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur samhljóða og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna aukins kostnaðar við barnavernd og aukinnar fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka vegna málefna fatlaðra að fjárhæð 0 kr., viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.