Fara í efni

Fjölskylduráð

68. fundur 29. júní 2020 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir varamaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-3


Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.

Sigríður Hauksdóttir kynnti frístundarstarf fatlaðra undir lið 4.

1.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

Málsnúmer 202006102Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur minnisblað um mögulegar leiðir til að efla starfsemi Frístundarheimilisins Túns og samstarf Borgarhólsskóla.
Berglind Hauksdóttir fulltúi V listans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fyrir liggur minnisblað skólastjóra Borgarhólsskóla og sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem farið er yfir útfærslu á rekstri frístundastarfs í Norðurþingi. Í minnisblaðinu er m.a. dregin fram nauðsyn þess að auka samstarf við frístundar og grunnskólastarfs. Fjölskylduráð hefur átt miklar og þarfar umræður um málefni frístundar á síðustu mánuðum. M.a. hefur verið rætt um nauðsyn þess að auka samstarf og samfellu í málaflokknum við rekstur grunnskólastarfs, en fyrrgreint minnisblað dregur einmitt einnig fram nauðsyn þessa. Nýverið var gerð breyting á lagaumhverfi frístundastarfs þar sem málaflokkurinn færðist inn í grunnskólalög (91/2008). Í 33. grein laganna kemur fram að sveitarfélögum beri að fara með faglegt forræði frístundaheimila, og beri að „ákveða skipulag starfsemi þeirra og rekstrarform með samþættingu skóla- og frístundastarfs og þarfir barna að leiðarljósi.“ Með vísan þessa verður að telja ákjósanlegast að rekstur málaflokks frístundastarfs Norðurþings verði undir einni og sömu stjórn og þannig í beinni samfellu við starfsemi grunnskóla. Með þeim hætti verði þarfir barna og fjölskyldna best tryggðar og lögbundin samþætting skóla- og frístundastarfs uppfyllt með skýrum hætti. Ætla má að fagleg samlegð verði mest með þessum hætti, enda margvísleg tækifæri til samnýtingar aðstöðu, búnaðar, starfskrafta og fagþekkingar. Á þessum grunni verði gerð sú breyting á skipulagi á fjölskyldusviði að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar færist að öllu leyti undir stjórn grunnskóla Norðurþings og þar með stjórnendur skólanna. Þessi breyting taki gildi frá og með 1. september 2020 að undangenginni tilfærslu rekstrarfjármuna til málaflokksins skv. fjárhagsáætlun 2020 yfir til grunnskólanna og staðfestingu á því eftir því sem þörf er á í sveitarstjórn/byggðaráði.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Berglindar, Benónýs, Heiðbjartar.
Bylgja greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Lilja Skarphéðinsdóttir sat hjá.

Hafrún óskar bókað að hennar skoðun er sú að ekki hafa komið fram nægjanlega sterk rök sem styðja það að flytja ætti rekstur frístundastarfs undir stjórnendur Borgarhólsskóla.

2.Framkvæmdaáætlun í barnavernd

Málsnúmer 202001036Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur framkvæmdaáætlun í barnavernd til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir framkvæmdaáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

3.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð 9. fundar fötlunarráðs.
Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál

Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer

Til umræðu eru húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Túns á Húsavík.
Fulltrúar B-lista framsóknar og félagshyggju og E-lista samfélagsins leggja til að hafist verði handa við byggingu sem myndi hýsa félagsmiðstöð, starfsemi Frístundar og ungmennahúss á Húsavík. Byggingin verði á svæðinu í kringum Borgarhólsskóla, Íþróttahöllina og Tún. Fjárhagsáæltun fyrir árið 2021 takið mið af þessu.

Meðfylgjandi greinargerð:
Starfsemi Frístundar á Húsavík er í óhentugu húsnæði. Félagsmiðstöð fyrir þrettán til sextán ára hefur verið í kjallara í Framhaldsskólanum á Húsavík. Samningi þar um hefur verið sagt upp og ljóst að leita þarf að bráðabirgðahúsnæði fyrir komandi vetur. Sveitarfélagið hefur ekki starfrækt félagsmiðstöð eða frístundastarf fyrir tíu til tólf ára sem stendur til bóta þó húsnæði undir starfsemina sé ekki fundið. Foreldrar þessa aldurshóps hafa kallað eftir þessari þjónustu. Frístund fyrir fatlaða er í bráðabirgðahúsnæði.
Það eru augljósir kostir að staðsetja slíka byggingu í námunda við skóla og íþróttastarf. Þannig flæðir þekking og reynsla á milli. Auk þess að nýta húsakost milli bygginga.
Sveitarstjórn hefur í þrígang samþykkt samhljóða álíka tillögu. Fyrst í febrúar árið 2019.

Virðingafyllst,
Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Lilja Skarphéðinsdóttir

Með tillögunni eru Lilja Skarphéðinsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir
Á móti tillögunni eru Benóný Valur Jakobsson, Berglind Hauksdóttir og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir.


Berglind Hauksdóttir, Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir og Benóný Valur Jakobsson bóka eftirfarandi:
Í ljósi fjárhagstöðu sveitarfélagsins væri óábyrgt að lýsa yfir frekari byggingu húsnæðis á árinu 2021. Ljóst er að bygging nýs hjúkrunarheimilis mun á árinu 2021 taka til sín nánast allt það fjármagn sem ætlað verður til framkvæmda.
Við undirrituð teljum vissulega brýna þörf á húsnæði undir frístundaheimili en sveitarfélagið á þegar margar eignir og óvíst í hvað þær verða nýttar. Með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis stendur Hvammur auður. Hægt væri að nýta hluta af þeirri byggingu færa til starfsemi þangað og losa þá um húsnæði sem getur hentað undir frístundastarf. Því er að okkar mati ekki tímabært að hefja byggingu á nýju húsnæði á þessum tímapunkti.

Sigríður Hauksdóttir starfsmaður félagsþjónustu kom og kynnti frístundarstarf fatlaðra sem nú er starfrækt í húsnæði Orkuveitu Húsavíkur að Vallholtsvegi 3. Lagt er til að aukið samstarf verði milli félagsþjónustu og íþrótta-og tómstundasviðs í frístundarmálum.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við húseigenda (OH) og félagsmálastjóra um samnýtingu á húsnæðinu að Vallholtsvegi 3 sem húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Tún.

5.Félagsstarf 5. - 7. bekkjar

Málsnúmer 202006048Vakta málsnúmer

Til kynningar er félagsstarf fyrir 5.-7. bekk á Húsavík. Auglýst var eftir starfsfólki í verkefnið og mun starf hefjast um leið og búið er að ráða fólk til starfa.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála en auglýsingaferli er að ljúka og stefnt er á að starfið hefjist í byrjun júlí.


6.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Á 71. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi m.a. bókað:

Liður 4. Viðhald á leikvöllum/íþróttavöllum á Kópaskeri og Lundi. Á fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs 9. júní síðasliðnum voru samþykkt stækkun og úrbætur við leikskólann við Lund samkvæmt óskum starfsmanna.

Skipulags- og framkvæmdráð vísar því til fjölskylduráðs að taka út leikvöll á Kópaskeri og meta ástand hans.

Liður 6. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara hverfisráði þessu erindi. Ráðið vísar þessum lið einnig til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð fjallaði um úttekt á leikskólalóð leikskólans á Kópaskeri en búið er að taka lóðina út ásamt öðrum leikvöllum í sveitarfélaginu. Beðið er eftir niðurstöðu úr þeirri úttekt.

Ráðið fjallaði einnig um lið 6 í fundargerð hverfisráðs en þar óskar það eftir um upplýsingum um hvort störf fyrir ungmenni og unglinga verða í boði í Öxarfjarðarhéraði sumarið 2020. Störfin voru auglýst án staðsetningar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi í samstarfi við atvinnurekendur og umsækjendur á svæðinu unnu að því að leysa málefni þeirra sem sóttu um með einum eða öðrum hætti. Atvinnurekendur lögðu sitt að mörkum til að lágmarka atvinnuleysi á svæðinu.

7.Sýning myndarinnar "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga"

Málsnúmer 202006104Vakta málsnúmer

Eins og fram kom í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. stóð til að bjóða íbúum sveitarfélagsins á frumsýningu Eurovision kvikmyndar Will Ferrel á morgun föstudag. Eftir viðræður við forsvarsmenn Netflix sem upphaflega tóku erindinu vel er niðurstaðan því miður sú síður að vegna reglna fyrirtækisins á heimsvísu um opinberar sýningar á þeirra efni á tímum heimsfaraldurs, Covid-19, er okkur ekki heimilt að efna til þessarar opnu sýningar.
Fjölskylduráðið vill ítreka að þegar ráðið tók ákvörðun um sýningu á Eurovisionmynd Will Ferrel var leyfi fyrir sýningunni til staðar sem síðar var dregið tilbaka af Netflix.

8.Hjólabrettaskóli Reykjavíkur - námskeið og styrkur

Málsnúmer 202004010Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá 60 fundi Fjölskylduráðs og var eftirfarandi bókað:

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er velkominn að halda námskeið í sveitarfélaginu. Umsókn um fjárstuðning er hafnað.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hafa samband við Hjólabrettaskóla Reykjavíkur og kanna hvort af námskeiðinu geti orðið með aðkomu sveitarfélagsins með öðrum hætti en með beinum fjárstuðningi.

-----
Íþrótta - og tómstundafulltrúi er kominn með verð í gistingu og er kostnaður 90þúsund krónur.
Fjölskylduráð ítrekar fyrri svör sín og synjar erindinu.

Fundi slitið - kl. 15:45.