Fara í efni

Fjölskylduráð

70. fundur 10. ágúst 2020 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Frístund 1-4 bekkjar 2020-2021

Málsnúmer 202006102Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar minnisblað Íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa vegna kostnaðargreiningar á tilfærslu reksturs Frístundastarfs 1-4 bekkjar frá tómstundasviði til fræðslusviðs.
Benóný, Berglind og Heiðbjört leggja fram eftirfarandi tillögu:

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 10. júní sl. var samþykkt að gera skipulagsbreytingu á fjölskyldusviði þannig að málaflokkur frístundar 1.-4. bekkjar á Húsavík færðist að öllu leyti undir stjórn Borgarhólsskóla. Samþykkt var að þessi breyting tæki gildi frá 1. september 2020. Á fundi byggðarráðs 2. júlí var fjölskylduráði falið að láta kostnaðargreina tilfærsluna. Fyrir þessum fundi liggur nú kostnaðargreining sem unnin hefur verið af starfsfólki fjölskyldusviðs, þar sem fram kemur m.a. að kostnaður Norðurþings við rekstur frístundar á Húsavík sé á ársgrundvelli 10.929.300 kr.

Fyrir liggur að einhver kostnaðarauki verður við tilfærsluna en að mati ráðsins er hann óverulegur og rúmast innan fjárhagsramma fræðslusviðs.

Því er lagt til að þessir fjármunir verði færðir milli málaflokka samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðun ráðsins. Þessi ákvörðun liggi til grundvallar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (heilt rekstrarár) en hlutfallslega fyrir líðandi rekstrarár miðað við þá dagsetningu sem ákveðin var á fyrri fundi ráðsins.

Tilagan er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Berglindar og Heiðbjartar.
Hrund og Arna sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Málinu er vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.

2.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál

Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur bókun frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis á fundi félagsins.
Benóný, Berglind og Heiðbjört þakka félagi eldri borgara fyrir ábendinguna en vilja koma á framfæri að hvergi er minnst á flutning félagsmiðstöðvar í húsnæði Hvamms í bókun fjölskylduráðs þann 29.júní sl.
Eingöngu voru reifaðar hugmyndir um mögulegan flutning einhverar starfsemi Norðurþings sem félli vel að þeirri starfsemi sem fyrir er í húsnæði Hvamms, það gæti svo leitt til þess að húsnæði losnaði sem hentað gæti frístundarstarfsemi.

Fulltrúar B og E lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Lögð var fram tillaga B og E lista þess efnis að íþrótta- og tómstundafulltrúa væri falið að kanna húsakost, nýjan sem gamlan og myndi hýsa félagsmiðstöð ungmenna. Sú skýrsla hefur enn ekki verið til umræðu í sveitarstjórn því tökum við undir andmæli FEBHN um notkun á Hvammi undir frístundastarf ungmenna að óathuguðu máli.

Arna Ýr Arnarsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir

3.Árleg aðalskoðun leiksvæða - 2020

Málsnúmer 202002043Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skoðun á leikvöllum í sveitarfélaginu sem framkvæmd var í júní 2020 af verkfræðistofunni BSI.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.
Unnið verður með málið áfram á fundi ráðsins í september.

4.Sýningin Bakkabræður sumarið 2020

Málsnúmer 202008015Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Leikhópnum Lottu.
Hópurinn fór um landið í sumar og setti upp sýningar líkt og fyrri ár.
Leikhópurinn sækir um styrk að upphæð 41.000 kr.
Hópurinn sækir um styrk til allra þeirra sveitarfélaga sem eru heimsótt en styrkurinn er notaður til að greiða niður kostnað vegna auglýsinga á sýningum í sveitarfélaginu, uppsetningar og ferðalaga.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja leikhópinn Lottu um 41 þúsund krónur.

5.Jakinn 2020

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Félagi kraftamanna um aflraunakeppnina Norðurlands jakinn 2020.

Um er að ræða aflraunakeppni sem fer fram í lok ágúst. Tvær þrautir fara fram í Norðurþingi,ein á Raufarhöfn og önnur í Ásbyrgi. Keppnin verður tekin upp og sýnd á RÚV.
Sótt er um 200 þúsund króna styrk og að greiddur verði kostnaður við gistingu, samtals um 300 þúsund krónur.
Erindið er samþykkt með meirihluta atkvæða.
Berglind greiðir atkvæði gegn erindinu og telur þessu fé betur varið í viðburði sem félög í Norðurþingi og íbúar taki þátt í.

Skilyrði við styrkveitingu er að farið verði eftir almennum tilmælum og reglum um sóttvarnir sem eru í gildi hverju sinni.
Verði ekki af viðburðinum verður styrkurinn ekki greiddur.

6.Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms

Málsnúmer 201908093Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms nemanda við skólann skólaárið 2020-2021.
Samskonar erindi vegna skólaársins 2019-2020 var samþykkt á fundi fjölskylduráðs 9. september 2019.
Erindi Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms viðkomandi nemanda er samþykkt á þeim grunni að nemandinn stundaði nám við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Nemandinn er með lögheimili í Norðurþingi og nám viðkomandi stendur ekki til boða eins og sakir standa við Tónlistarskóla Húsavíkur.

Ráðið ítrekar bókun sína frá 41. fundi fjölskylduráðs þar sem það felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Tónlistarskólans á Húsavík að taka saman drög að reglum sveitarfélagsins varðandi nemendur með lögheimili í Norðurþingi sem óska eftir að stunda tónlistarnám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum.
Til samræmis við þessa ákvörðun er fræðslufulltrúa falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Reglurnar skulu liggja fyrir ráðinu fyrir árslok 2020.

Fundi slitið - kl. 15:15.