Fara í efni

Árleg aðalskoðun leiksvæða - 2020

Málsnúmer 202002043

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 70. fundur - 10.08.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skoðun á leikvöllum í sveitarfélaginu sem framkvæmd var í júní 2020 af verkfræðistofunni BSI.
Skýrslan er lögð fram til kynningar.
Unnið verður með málið áfram á fundi ráðsins í september.

Fjölskylduráð - 72. fundur - 07.09.2020

Til umræðu eru skoðunarskýrslur leikvalla Norðurþings. Leikvellirnir voru skoðaðir sumarið 2020.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags og framkvæmdaráð að allt það fjármagn sem áætlað var til viðhalds á leikvöllum Norðurþings árið 2020 verði veitt til skólalóðar við Öxarfjarðarskóla.
Ráðið mun hafa skýrslurnar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Til umræðu eru skoðunarskýrslur leikvalla Norðurþings. Leikvellirnir voru skoðaðir sumarið 2020.

Fjölskylduráð bókaði eftirfarandi um málið á fundi ráðsins 7. september 2020.
"Fjölskylduráð leggur til við skipulags og framkvæmdaráð að allt það fjármagn sem áætlað var til viðhalds á leikvöllum Norðurþings árið 2020 verði veitt til skólalóðar við Öxarfjarðarskóla.
Ráðið mun hafa skýrslurnar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021."
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs og veitir allt að þremur milljónum til skólalóðar við Öxarfjarðarskóla til viðbótar þeim fjórum milljónum sem búið er að veita til framkvæmda á skólasvæðinu.