Fara í efni

Fjölskylduráð

72. fundur 07. september 2020 kl. 13:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Aldey Traustadóttir varamaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-9 og 14.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 10-12.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 13-15.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri sat fundinn undir lið 13 og 15.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir lið 1.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 3.

1.Ársreikningur Íþróttafélagsins Völsungs 2019

Málsnúmer 202008023Vakta málsnúmer

Til kynningar er ársreikningur Völsungs vegna ársins 2019.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdarstjóri kom og gerði grein fyrir reikningi félagsins.
Framkvæmdastjóri Völsungs kynnti ársreikning félagsins og þakkar ráðið honum fyrir greinargóða kynningu.

2.Ársskýrlsa HSÞ 2019

Málsnúmer 202008137Vakta málsnúmer

Til kynningar er ársskýrsla HSÞ 2019. HSÞ þakkar fyrir framlag Norðurþings til héraðssambandsins á liðnu ári.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsemi félagsmiðstöðva veturinn 2020-2021

Málsnúmer 202008126Vakta málsnúmer

Um er að ræða mál sem einnig var til umræðu á 71.fundi Fjölskulduráðs þann 31.ágúst.

Til kynningar er úttekt frá Slökkviliði Húsavíkur á húsnæði við Vallholtsveg 3 þar sem að fyrirhugað er að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar færi fram.
Úttektin heimilar allt að 40 manns að koma saman í húsinu hverju sinni.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kynnti úttekt slökkviliðsins á húsnæðinu við Vallholtsveg 3. Húsnæðið er í lagi fyrir almenna starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og heimilar allt að 40 manns komi saman í húsinu hverju sinni. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja starfið í því húsnæði sem fyrst og fara í þær úrbætur sem úttektin segir til um.

Undirrituð leggur til að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verði einungis til áramóta í núverandi húsnæði og fram að þeim tíma verði farið í að kanna aðra þá möguleika á stærra húsnæði sem kynntir hafa verið í framlögðu minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Hrund Ásgeirsdóttir

Hrund greiðir með tillögunni en Arna Ýr Arnarsdóttir, Aldey Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni.

Arna Ýr Arnarsdóttir, Aldey Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir bóka eftirfarandi:
Það er ljóst að núverandi húsnæði er ekki til frambúðar en við undirrituð teljum ekki raunhæft að finna nýtt húsnæði fyrir áramót 2020-2021. Engu að síður leggum við til að sú vinna sem hafin er verði haldið áfram og reynt með ítrasta hætti að finna framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina sem allra fyrst.

4.Vetraropnun sundlaugarinnar á Húsavík

Málsnúmer 202009001Vakta málsnúmer

Til umræðu er vetraropnunartími sundlaugarinnar á Húsavík.
Vetraropnun hófst mánudaginn 31.ágúst samhliða því sem að sundkennsla grunnskóla byrjaði.

Vetraropnunartími er eftirfarandi:

Mánudagar - fimmtudagar: 06:45 - 08:15 og 14:00 - 21:00
Föstudagar: 06:45 - 19:00
Helgar: 11:00 - 16:00

Einnig eru til umræðu kvartanir sem borist hafa vegna skerts opnunartíma á morgnana.
Fjölskylduráð þakkar fyrir ábendingarnar en stendur við ákvörðun sína varðandi vetraropnunartíma sundlaugar Húsavíkur sem er mánudagar - fimmtudagar: 06:45 - 08:15 og 14:00 - 21:00, föstudagar: 06:45 - 19:00, helgar: 11:00 - 16:00.
Ástæðan fyrir skertum opnunartíma fyrir almenna sundgesti er sú að börnum í sundkennslu hefur fjölgað talsvert og illgerlegt að koma öllum börnunum fyrir í sundkennslu innan hefðbundins skólatíma nema með því að skerða almennan opnunartíma. Fjölskylduráð hefur þá stefnu að gera sitt besta til að vinnudagur skólabarna verði samfelldur og er þetta liður í að koma þeirri stefnu í framkvæmd. Fjölskylduráði þykir leitt að þurfa að skerða almennan opnunartíma og hvetur fólk á sama tíma að nýta sundlaugina á þeim opnunartíma sem er í boði.

5.Skoðun í sundlaugum Norðurþings sumar 2020

Málsnúmer 202008139Vakta málsnúmer

Til kynningar eru skoðunarskýrslur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á sundlauginni í Lundi og íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

6.Rekstur skíðamannvirkja 2020 - viðauki

Málsnúmer 202009031Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun vegna reksturs skíðasvæða árið 2020.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 kr.

7.Árleg aðalskoðun leiksvæða - 2020

Málsnúmer 202002043Vakta málsnúmer

Til umræðu eru skoðunarskýrslur leikvalla Norðurþings. Leikvellirnir voru skoðaðir sumarið 2020.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags og framkvæmdaráð að allt það fjármagn sem áætlað var til viðhalds á leikvöllum Norðurþings árið 2020 verði veitt til skólalóðar við Öxarfjarðarskóla.
Ráðið mun hafa skýrslurnar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021.

8.Skoðun leikvalla - tilboð í árlega skoðun

Málsnúmer 202008036Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur tilboð frá verkfræðistofunni BSI um árlega skoðun leikvalla sveitarfélagsins árin 2021, 2022 og 2023.
Ráðið samþykkir tilboð BSI og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að ganga frá samningi.

9.Bílabíó á Raufarhöfn

Málsnúmer 202009028Vakta málsnúmer

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin ehf hefur hug á að setja upp bílabíó á Raufarhöfn þann 17.september næstkomandi vegna Reykjavík International Film Festival (RIFF).

Norðurþing þarf að útvega rafmagn fyrir sýningarvél og ýmis konar aðstoð á sýningardag og á meðan sýningu stendur. Að auki þarf að útvega umsjónaraðilum frá RIFF gistingu í eina nótt.
Erindið er samþykkt og íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið koma verkefninu í framkvæmd í samvinnu við umsóknaraðila.

10.Umsókn um aukið fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðna sumarið 2020

Málsnúmer 202006110Vakta málsnúmer

Norðurþing fékk aukið fjármagn til sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir sumarið 2020. Lagt er fram til kynningar sumarstarf aldraðra sumarið 2020.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir félagstarfi fullorðinna í sumar.

11.Umsókn um aukið fjárframlag til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu

Málsnúmer 202006109Vakta málsnúmer

Noðurþing fékk aukið fjarmagn til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar.
Gerð er grein fyrir starfi sumarsins.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir félagsstarfi sumarsins.
Fjármagnið var nýtt til uppbyggingar frístundar og félagsmiðstöðvar.

12.Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202008080Vakta málsnúmer

Í ársbyrjun 2019 hófst vinna á vegum GEF við mótun gæðaviðmiða fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk.

Gæðaviðmiðin hafa verið birt á vefvæði GEF og félagsmálaráðuneytisins og eru hér til kynningar
Félagsmálastjóri kynnti gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk.

13.Starfsdagatal Túns 2020 - 2021

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 11. maí sl. og var eftirfarandi bókað vegna málsins:
Fjölskylduráð fór yfir drög að starfsdagatali frístundar. Afgreiðslu málsins er frestað þangað til í ágúst áður en starfsemi frístunda hefst að nýju.
Ráðið samþykkir framlagt dagatal frístundar 1. - 4. bekkjar með áorðnum breytingum.

14.Tónlistarskóli Húsavíkur - Hljómsveitarstarf unglinga

Málsnúmer 202005034Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 25. maí sl. fól fjölskylduráð íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og útfæra hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík samkvæmt tillögu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.
Kostnaðaráætlunin er lögð fram til kynningar.
Ráðið fjallaði um kostnaðaráætlun og hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík. Ráðinu líst vel á einhverskonar rekstur á slíku hljómsveitarstarfi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslufulltrúa að vera í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur um frekari útfærslur á hugmyndinni, húsnæði og kostnaðarskiptingu.

15.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er breyting á skóladagatali Borgarhólsskóla veturinn 2020 - 2021 að ósk skólastjóra. Skólastjóri óskar eftir umræðu um tilfærslu á starfsdögum 28. og 29. október þar sem ekki verður af skólaheimsókn vegna Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.