Fara í efni

Hafnanefnd

11. fundur 16. febrúar 2017 kl. 16:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer

Lagt fram.

2.Farþegagjöld 2015/2016

Málsnúmer 201611155Vakta málsnúmer

Umræður um farþegagjöld.
Hafnanefnd felur hafnastjóra að senda Hafnasambandi Íslands erindi þar sem óskað er eftir áliti Hafnasambandsins á málinu.

3.Hafnarreglugerð Norðurþings 2016

Málsnúmer 201511039Vakta málsnúmer

Breytingar á hafnareglugerð Norðurþings.
Fyrir liggur breytt hafnareglugerð Norðurþings.
Innanríkisráðuneytið sendi athugasemdir vegna reglugerð um hafnir Norðurþings.

1. Bent er á að mismunadi notkun hugtaka sem gæti valdið ruglingi og mælt með breyttu orðalagi og notkun hugtaka samkvæmt lögum um hafnir. Mælir ráðuneytið með því að notað sé hugtakið hafnarstjórn í stað hafnanefndar líkt og í lögum. Vegna þessarar breytingar þarf að endurskoða samþykktir Norðurþings þar sem notast er við orðið hafnnefnd.

2. Breyta þarf 4. mgr. 3. gr. þar sem fjallað er um skipulagsmál hafnasvæða. Ráðuneytið vekur athygli á skyldu hafnarstjórnar að hafa samráð við Vegagerðina við tillögugerðina, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 5.gr. hafnalaga.

3. 1. málsl. 1.mgr. 4.gr. brýtur í bága við 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. hafnalaga sem segir að hafnarstjór ráði hafnarsjtóra og ákveði verksvið hans.

Hafnanefnd samþykkir umræddar breytingar á hafnareglugerðinni og felur rekstarstjóra hafna að forma nauðsynlegar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og samræma þær lögum.

4.Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Framkvæmdir og verkefni á höfnum Norðurþings.
Rekstarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda og verkefna á og við hafnir Norðurþings.

5.Verbúðir á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201605080Vakta málsnúmer

Verbúð undir menningarstarfsemi.
Hafnanefnd samþykkir að leigja tómstunda og menningarnefnd verbúðarbil á efri hæð í verbúðum á Húsavik.

Leiguverð miðast við samþykki hafnanefndar á leiguverði fyrir verbúðir sem samþykkt var á 10. fundi hafnanefndar þann 18. janúar s.l.

6.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Breytingar á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.
Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.

2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni.

Hafnanefnd samþykkir ekki að nýtingarhlutfall verði aukið til samræmis við núverandi hús.

2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka.
2.8. Lagt er til að byggingarreitir við hafnarstétt 1, 9, 13, og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits.

Hafnanefnd samþykkir ekki að lóðamörk að Hafnastétt 13 verði rýmkuð, né að byggingareitir verði færðir til, til samræmis við staðsetningu á núverandi húsnæði heldur skuli vera til samræmis við kynnta tillögu.

Hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna að öðru leiti.

Fundi slitið - kl. 18:30.