Fara í efni

Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 4. fundur - 20.06.2016

Hafnanefnd telur nauðsynlegt að mynda starfshóp sem hefði það að markmiði að forma með skipulögðum hætti útlit og ásýnd hafnarsvæðisins í heild sinni.
Nefndin felur rekstrarstjóra hafna að boða hafnanefndina til vinnufundar um málið fyrir næsta formlega fund hafnanefndar.

Hafnanefnd - 7. fundur - 17.10.2016

Málefni hafna Norðurþings
Farið yfir ýmis mál í málaflokknum.

Hafnanefnd - 11. fundur - 16.02.2017

Framkvæmdir og verkefni á höfnum Norðurþings.
Rekstarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda og verkefna á og við hafnir Norðurþings.

Hafnanefnd - 13. fundur - 29.03.2017

Til kynningar. Staða framkvæmda við hafnir Norðurþings og málefni hafna.
Farið var yfir stöðu framkvæmda við höfnina á Húsavík.
Hafnanefnd samþykkir að kaupa fingur á flotbryggju til að auka viðlegupláss ferðaþjónustubáta.

Áætlaðar komur skemmtiferðaskipa á árinu 2017 eru 44. talsins.
Huga þarf að bættri móttökuaðstöðu farþega vegna lögbundins eftirlits af hálfu hafnarinnar.

Hafnanefnd - 14. fundur - 26.04.2017

Málefni hafna Norðurþings.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðuna í málaflokknum.

Hafnanefnd - 17. fundur - 06.09.2017

Starfsmannamál hafna Norðurþings.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir starfsmannamál.
Rekstrarstjóra falið að auglýsa laus störf við Húsavíkurhöfn.

Hafnanefnd - 19. fundur - 16.11.2017

Starfmannamál hafna
Búið er að ganga frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna við hafnir Norðurþings. Jóhann Gunnarsson var ráðinn í stöðu hafnsögumanns og hafnarvarðar og Elías Frímann Elvarsson var ráðinn í stöðu hafnarvarðar. Hafa þeir báðir hafið störf. Hafnanefnd óskar nýjum starfsmönnum velfarnaðar í nýju starfi.

Hafnanefnd - 22. fundur - 07.03.2018

Aðstöðumál hafnar
Hafnanefnd samþykkir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði á hafnarsvæðinu undir starfsemi hafnarinnar.

Hafnanefnd - 24. fundur - 14.05.2018

Fyrir liggur tilboð í öryggismyndavélakerfi fyrir hafnasvæðin á Húsavík.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð í öryggismyndavélakerfi fyrir hafnarsvæðið á Húsavík.