Hafnanefnd
Dagskrá
1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018
201801115
Fundargerð Hafnasambands Íslannds nr. 402 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2018
201801115
Fundargerð Hafnasambands Íslannds nr. 403 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Umsögn varðandi frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
201804220
Hafnasamband Íslands óskar eftir umsögn aðildahafna um drög að frumvarpi til laga, um skipulag haf- og strandsvæða, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
Hafnanefnd tekur undir athugasemdir og ábendingar Hafnasambands Íslands.
Hafnanefnd tekur undir athugasemdir og ábendingar Hafnasambands Íslands.
4.Ársskýrsla 2017
201805112
Árskýrsla 2017 frá Cruise Iceland lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir gallagáma.
201804062
Norðursigling sendir inn breytt erindi er varðar aðstöðusköpun fyrir gallageymslu á stöðuleyfisreitum við flotbryggju. Óskað er nú eftir stöðuleyfi fyrir þurrkhús við flotbryggju, samvæmt meðfylgjandi teikningu. Húsin munu samræmast útliti þeirra bygginga sem eru fyrir á svæðinu í eigu fyrirtækisins.
Hafnanefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðar gallageymslur, samkvæmt meðf. teikningum, til 30. september 2018. Rekstraraðili þarf að sækja um nýtt stöðuleyfi ár hvert samkvæmt reglum um veitingu stöðuleyfa hjá sveitarfélaginu.
Hafnanefnd áréttar að gönguleið verði óhindruð á milli gallageymslu og grjótgarðs út við sjó.
Hafnanefnd áréttar að gönguleið verði óhindruð á milli gallageymslu og grjótgarðs út við sjó.
6.Óskar eftir 24m2 plássi við Hafnarstétt, fyrir veitingasölu í tjaldi
201805141
Tomasz Chrzanowski óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingasölu tjaldi á hafnarsvæðinu.
Óskar hann eftir að staðsetja 24m2 sölu og veitingatjald en getur sætt sig við minna svæði sé það ekki mögulegt að koma svo stóru tjaldi fyrir.
Óskar hann eftir að staðsetja 24m2 sölu og veitingatjald en getur sætt sig við minna svæði sé það ekki mögulegt að koma svo stóru tjaldi fyrir.
Hafnanefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir allt að 12m2 sölutjaldi samkvæmt skipulagi.
Er það á hendi umsóknaraðila að sækja um öll tilskilin leyfi til rekstursins hjá þar til bærum aðilum.
Vakin er athygli á því að ekki er, enn sem komið er, möguleiki að tengjast vatni eða rafmagni á tilgreindum stöðuleyfisreytum á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjóra falið að vinna málið með umsóknaraðila.
Er það á hendi umsóknaraðila að sækja um öll tilskilin leyfi til rekstursins hjá þar til bærum aðilum.
Vakin er athygli á því að ekki er, enn sem komið er, möguleiki að tengjast vatni eða rafmagni á tilgreindum stöðuleyfisreytum á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjóra falið að vinna málið með umsóknaraðila.
7.Ósk um styrk til sjómannadagsráðs.
201805160
Sjómannadagsráð óskar eftir styrk vegna sjómannadagsins.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi styrkbeiðni að upphæð 50 þúsund eins og óskað var eftir.
8.Málefni hafna Norðurþings
201606104
Fyrir liggur tilboð í öryggismyndavélakerfi fyrir hafnasvæðin á Húsavík.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð í öryggismyndavélakerfi fyrir hafnarsvæðið á Húsavík.
Fundi slitið - kl. 17:45.