Fara í efni

Hafnanefnd

7. fundur 17. október 2016 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Verbúðir á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201605080Vakta málsnúmer

Verbúðir á hafnarsvæðinu
Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerðir verði eignaskiptasamningar fyrir efri hæð verðbúða við Húsavíkurhöfn og þær seldar í fjórum einingum. Að lokinni sölu verði stofnað húsfélag.

Ekki verða gerðar breytinar á fyrirkomulagi neðri hæðar að svo stöddu. Hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamninga á neðri hæð til eins árs frá og með næstu áramótum.

Fyrir liggur að lagfæra þurfi leka af þaki inn á efri hæð verbúða.
Hafnanefnd samþykkir að ráðast í lagfæringar á þaki húseignarinnar.

2.Norðurhafnarsvæði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Tillaga að breyttu deiliskipulagi á Norðurhafnarsvæði.
Hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leiti nýja lóð á svæði H3 við Naustagarð 6 á hafnarsvæðinu á Húsavík.

Nefndin leggst gegn því að skilgreindur verði viðlegukantur í skipulagi að þessu sinni enda liggi ekki fyrir hver lóðarhafi verði og ekki liggi fyrir samþykki Vegagerðarinnar fyrir umræddum viðlegukanti.

3.Nýtt merki hafna Norðurþings

Málsnúmer 201610077Vakta málsnúmer

Nýtt merki hafna Norðurþings lagt fram til kynningar.
Hafnanefnd samþykkir nýtt merki hafna Norðurþins.

4.Húsavík Adventures - Umsókn um viðlegupláss.

Málsnúmer 201604024Vakta málsnúmer

Húsavík Adventures óskar eftir því að fá formlega úthlutað leguplássi fyrir núverandi bátaflota fyrirtækisins.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að finna lausn á viðlegumálum fyrirtækisins.

5.Sölkusigling ehf. Hafnaraðstaða fyrir fyrirtækið

Málsnúmer 201610132Vakta málsnúmer

Sölkusiglingar óska eftir bættri hafnaraðstöðu fyrir fyrirtækið við Húsavíkurhöfn.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að finna lausn á viðlegumálum fyrirtækisins.

6.Umskókn um staðsetningu 25 m2 miðasöluhúss á þaki verbúðar.

Málsnúmer 201609290Vakta málsnúmer

Húsavík Adventures sækir um stöðuleyfi fyrir 25 m2 söluhúsi á þaki verbúðar.
Hafnanefnd hafnar erindinu enda ekki gert ráð fyrir söluhúsi á þaki verbúðanna í skipulagi sveitarfélagsins.

7.Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Málefni hafna Norðurþings
Farið yfir ýmis mál í málaflokknum.

8.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2017

Málsnúmer 201610134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri fer yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir Hafnasjóð Norðurþings fyrir árið 2017.
Hafnastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnasjóð fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 18:15.