Fara í efni

Hafnanefnd

14. fundur 26. apríl 2017 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Hafnasjóður Norðurþings - Framkvæmdaáæutlun 2017-2020

Málsnúmer 201703111Vakta málsnúmer

Uppfærð framkvæmdaáætlun lögð fram að nýju.
Hafnastjórn samþykkir framkvæmdaáætlun ársins 2017 og rammaáætlun fyrir árin 2018-2020. Hafnarstjórn leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017, í samræmi við áætlun sem liggur fyrir fundinum undir þriðja lið dagskrá þessa fundar.

2.Greiðsla viðskipakröfu Aðalsjóðs á Hafnasjóð

Málsnúmer 201703161Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fyrir beiðni aðalsjóðs um greiðslu viðskiptaskuldar hafnsjóðs við aðalsjóð, sbr. bókun byggðaráðs frá 210. fundi ráðsins.

Byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga til samninga við Hafnasjóð Norðurþings um uppgjör á viðskiptakröfu Aðalsjóðs að fjárhæð 767.000.000 kr.

Ljóst er að hafnasjóður er ekki fær um að greiða kröfuna að fullu í einni greiðslu. Fyrir fundinum liggur tillaga um að greiða 250 milljónir kr. inn á viðskiptaskuldina á árinu 2017, auk þess að greiða hluta skuldarinnar með fasteigninni Hafnarstétt 17. Eftirstöðvar verði greiddar með skuldabréfi sem hefur einn gjalddaga árið 2027
Hafnastjórn samþykkir tillöguna og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi sem komi til staðfestingar hafnastjórnar á næsta fundi.

Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað.

Bókun
Fyrirhugaður fjármálagjörningur við fjárhagslega endurskipulagningu Hafnasjóðs sem og samstæðu sveitarfélagsins er óskynsamlegur og órökstuddur. Hann virðist fyrst og fremst hugsaður til skamms tíma til að bjarga fjárhag A-hluta samstæðu Norðurþings. Að ganga svo hart fram á Hafnasjóð, þ.e. að breyta gamalli og uppsafnaðri viðskiptaskuld til margra ára í vaxtaberandi lán er óskynsamlegt. Greiðsluáætlun sjóðsins í heild liggur ekki fyrir.
Hafnasjóður mun standa eftir skuldsettari og þrátt fyrir að rekstur hans hafi batnað til muna undanfarið. Skynsamlegra að gera langtímaáætlun um að greiða niður viðskiptaskuld sjóðsins við Norðurþing enda miðast fjármálagjörningurinn við að greiðslugeta sjóðsins sé 20-30 milljónir á ári en til stendur að greiða viðskiptaskuld upp á allt að 250 milljónir.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2017

Málsnúmer 201704099Vakta málsnúmer

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram, ásamt tillögu að rammaáætlun fyrir árin 2018-2020. Tillagan er lögð fram með hliðsjón af breyttri framkvæmdaáætlun hafnasjóðs og ákvörðun um uppgreiðslu viðskiptaskuldar við Aðalsjóð.
Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017.

4.Fjármögnun framkvæmda og endurfjármögnun hafnasjóðs.

Málsnúmer 201704084Vakta málsnúmer

Fjármögnun framkvæmda og endurfjármögnun hafnasjóðs.

a. Ákvörðun hafnarsjóðs um að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 350 milljónir.

b. Sú umsókn verður lögð fyrir byggðaráð og sveitarstjórn sem samþykkir að veita ábyrgð með veði í lánum.
Hafnanefnd Norðurþings samþykkir að leggja inn lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 350 milljónir kr. Jafnframt óskar hafnanefnd eftir heimild sveitarstjórnar að til tryggingar láninu standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán Hafnarsjóðs við Aðalsjóð Norðurþings og til fjármögnunar hluta framkvæmda við frágang á hafnarsvæðinu árið 2017 skv. fjárhagsáætlun ársins 2017, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra, kt. 120279-4599 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnanefndar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.

5.Hafnasjóður Norðurþings. Ársreikningar 2016.

Málsnúmer 201704089Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur endurskoðaður ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2016.
Ársreikningur ársins 2016 er lagður fram og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

6.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi. - 201610076

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum deiliskipulags Norðurhafnar. Skipulagsbreytingin er sett fram sem uppdráttur og sjálfstæð greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingar á skipulagsuppdrætti og greinargerð áður en breytingartillagan verður sett í kynningu.
Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar.

7.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis - 201411063

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Miðhafnarsvæðis dags. 13. mars s.l. og umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 30. mars og Minjastofnunar dags 29. mars vegna skipulagsins.

Minjastofnun óskar þess að settur verði inn texti í greinargerð "Óheimilt er að raska friðuðum húsum og mannvirkjum, spilla þeim eða breyta, rífa þau eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands". Einnig er bent á að Hafnarstétt 3 fellur undir 30. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 og því skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands áður en farið er í breytingar á húsinu.

Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni vegna framkominna ábendinga.

Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi ósk Gentle Giants dags. 30. mars þar sem óskað er eftir að heimilaður verði 25° þakhalli og 7,95 m mænishæð á Flókahúsi sem fyrirtækið hefur nýverið samið um kaup á.
Hafnanefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Sjóferðir Arnars ehf. Ósk um stöðuleyfi fyrir c.a. 10m2 þjónustuhús.

Málsnúmer 201704040Vakta málsnúmer

Sjóferðir Arnars ehf- sækir um hafnaraðstöðu og aðstöðu fyrir þjónustuhúsi á hafnarsvæðinu á Húsavík, fyrir fyrirhugaða ferðaþjónustu.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi erindi með vísan í deiliskipulag miðhafnarsvæðisins.

Rekstrarstjóra hafna falið að finna hentuga staðsetningu.

9.Bökugarður- Þekja, lagnir og raforkuvirki.

Málsnúmer 201704062Vakta málsnúmer

Opnun tilboða í verkið " Húsavík, Bökugarður, þekja, lagnir og raforkuvirki.
Tilboð hafa verið opnuð í verkið Húsavík, Bökugarður, þekja, lagnir og rarorkuvirki.

Tvö tilboð bárust í verkið þ.e. frá Munck Íslandi ehf. og Trésmiðjunni Rein ehf.

Trésmiðjan Rein ehf. var með lægra tilboð sem hljóðaði upp á kr.97.196.137,- eða 82% af kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni.

Hafnanefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

10.Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Málefni hafna Norðurþings.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðuna í málaflokknum.

Fundi slitið - kl. 18:15.