Fara í efni

Greiðsla viðskiptakröfu Aðalsjóðs á Hafnasjóð

Málsnúmer 201703161

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 210. fundur - 31.03.2017

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2017 liggur fyrir að A-hluti sveitarsjóðs áætli að taka 250.000.000- lán til að fjármagna framkvæmdir ársins. Aðalsjóður á 757.000.000,- kr viðskiptakröfu á hendur hafnasjóði.
Til fundarins mætti Róbert Ragnarsson ráðgjafi og kynnti fundarmönnum, ásamt sveitarstjóra, tillögu til uppgjörs á milli Aðalsjóðs og Hafnarsjóðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Hafnasjóð Norðurþings um uppgjör á viðskiptakröfu Aðalsjóðs.
Örlygur vék af fundi kl. 10.45.

Hafnanefnd - 14. fundur - 26.04.2017

Fyrir fundinum liggur fyrir beiðni aðalsjóðs um greiðslu viðskiptaskuldar hafnsjóðs við aðalsjóð, sbr. bókun byggðaráðs frá 210. fundi ráðsins.

Byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga til samninga við Hafnasjóð Norðurþings um uppgjör á viðskiptakröfu Aðalsjóðs að fjárhæð 767.000.000 kr.

Ljóst er að hafnasjóður er ekki fær um að greiða kröfuna að fullu í einni greiðslu. Fyrir fundinum liggur tillaga um að greiða 250 milljónir kr. inn á viðskiptaskuldina á árinu 2017, auk þess að greiða hluta skuldarinnar með fasteigninni Hafnarstétt 17. Eftirstöðvar verði greiddar með skuldabréfi sem hefur einn gjalddaga árið 2027
Hafnastjórn samþykkir tillöguna og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi sem komi til staðfestingar hafnastjórnar á næsta fundi.

Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað.

Bókun
Fyrirhugaður fjármálagjörningur við fjárhagslega endurskipulagningu Hafnasjóðs sem og samstæðu sveitarfélagsins er óskynsamlegur og órökstuddur. Hann virðist fyrst og fremst hugsaður til skamms tíma til að bjarga fjárhag A-hluta samstæðu Norðurþings. Að ganga svo hart fram á Hafnasjóð, þ.e. að breyta gamalli og uppsafnaðri viðskiptaskuld til margra ára í vaxtaberandi lán er óskynsamlegt. Greiðsluáætlun sjóðsins í heild liggur ekki fyrir.
Hafnasjóður mun standa eftir skuldsettari og þrátt fyrir að rekstur hans hafi batnað til muna undanfarið. Skynsamlegra að gera langtímaáætlun um að greiða niður viðskiptaskuld sjóðsins við Norðurþing enda miðast fjármálagjörningurinn við að greiðslugeta sjóðsins sé 20-30 milljónir á ári en til stendur að greiða viðskiptaskuld upp á allt að 250 milljónir.