Fara í efni

Hafnanefnd

4. fundur 20. júní 2016 kl. 12:00 - 13:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Sveitarstjóri/Hafnastjóri
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201605044Vakta málsnúmer

Fundargerð Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Nefndin felur rekstrastjóra að taka saman upplýsingar um losun úrgangs og fráveitumál í og við Húsavíkurhöfn. Málefnið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

2.Ólafur Sigurðsson f.h. Ugga fiskverkunar ehf. sækir um stækkun á lóð að Naustagarði 4, Húsavík

Málsnúmer 201605126Vakta málsnúmer

Ólafur Sigurðsson f.h. Ugga fiskverkunar ehf. sækir um stækkun á lóð að Naustagarði 4, Húsavík
Í samræmi við bókun Hafnanefndar frá 12.5.16 er vinna í gangi við skipulag lóðar vestan við Naustagarð 4. Umrædd lóð verður auglýst til úthlutunar þegar/ef hún verður samþykkt af skipulags- og umhverfisnefnd. Því telur hafnanefnd sér ekki fært að verða við erindi Ugga fiskverkunar ehf um stækkun lóðar Naustagarðs 4. Verði umrædd lóð auglýst til úthlutunar verður farið fram á að umsækjendur leggi fram uppbyggingaráform á lóðinni.

3.Framkvæmdir við Bökugarð - staða mála

Málsnúmer 201602047Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri hafna fór yfir gang mála við dýpkun, landfyllingar og fleiri framkvæmdir við hafnir á Húsavík.
Til kynningar.

4.Gjaldskrá hafna Norðurþings - Verklag við innheimtu farþegagjalda

Málsnúmer 201605068Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram bréf sem sent verður hvalaskoðunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu, vegna innheimtu farþegagjalda á höfnum Norðurþings.
Hafnarstjóri fór yfir drög að bréfi til ferðaþjónstufyrirtækja með starfsemi á höfnum Norðurþings. Bréfið verður sent út á næstu dögum.

5.Dýpkun við þvergarð. Framhaldsdýpkun, aukaverk.

Málsnúmer 201606051Vakta málsnúmer

Rekstarstjóri hafna fór yfir tillögur og tilboð vegna viðbótardýpktunar við Þvergarð, til að tryggja öryggi stærri skipa sem leggjast við garðinn.
Hafnanefnd samþykktir framhaldsdýpkun við Þvergarð.

6.Kópaskershöfn- dýpkun 2016

Málsnúmer 201605115Vakta málsnúmer

Dýpkun í Kópaskershöfn er hafin samkvæmt samningi sem gerður var við Hagtak, sem eitt fyrirtækja gaf verð í dýpkunina.
Til kynningar.

Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála vegna dýpkunar í Kópaskershöfn. Áætlað er að fjarlægt verði um 8000 m3 af efni úr höfninni.

7.Málefni Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Hafnanefnd telur nauðsynlegt að mynda starfshóp sem hefði það að markmiði að forma með skipulögðum hætti útlit og ásýnd hafnarsvæðisins í heild sinni.
Nefndin felur rekstrarstjóra hafna að boða hafnanefndina til vinnufundar um málið fyrir næsta formlega fund hafnanefndar.

Fundi slitið - kl. 13:45.