Fara í efni

Gjaldskrá hafna Norðurþings - Verklag við innheimtu farþegagjalda

Málsnúmer 201605068

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 3. fundur - 11.05.2016

Verklag við innheimtu farþegagjalda
Á undanförnum árum hefur innheimta farþegagjalda ekki verið í föstum skorðum hjá höfnum Norðurþings.

Samkvæmt hafnarlögum er heimilt að innheimta farþegagjöld.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að innheimta farþegagjöld samkvæmt gjaldskrá hafna Norðurþings, fyrir árið 2015 og eftirleiðis.

Hafnanefnd - 4. fundur - 20.06.2016

Hafnarstjóri lagði fram bréf sem sent verður hvalaskoðunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu, vegna innheimtu farþegagjalda á höfnum Norðurþings.
Hafnarstjóri fór yfir drög að bréfi til ferðaþjónstufyrirtækja með starfsemi á höfnum Norðurþings. Bréfið verður sent út á næstu dögum.