Fara í efni

Hafnanefnd

3. fundur 11. maí 2016 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Hafnarframkvæmdir 2016

Málsnúmer 201602094Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu framkvæmda við Húsavíkurhöfn.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu framkvæmda við Húsavíkurhöfn og erindi frá Samgöngustofu vegna framkvæmdanna.

2.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201605044Vakta málsnúmer

Til kynningar. Fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdir við hafnir og hlutverk Samgöngustofu

Málsnúmer 201605045Vakta málsnúmer

Til kynningar. Bréf frá Hafnasambandi Íslands um hlutverk Samgöngustofu við framkvæmdir við hafnir landsins.
Hafnanefnd felur hafnarstjóra og rekstrarstjóra hafna að tryggja að Samgöngustofa sé upplýst um allar þær framkvæmdir sem eru í gangi og að öllum kröfum sé framfylgt.

4.Boðun á hafnasambandsþing 2016

Málsnúmer 201605047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að fara sem fullrúi hafna Norðurþings á hafnasambandsþing 2016.

5.Norðursigling- Raforka til hleðslu skipa.

Málsnúmer 201604104Vakta málsnúmer

Norðursigling óskar eftir að fá aðgang að rafmagnstengingu við flotbryggju til hleðslu á rafmagnsknúnum farþegaskipum sínum.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir vegna málsins.
Hafnanefnd lítur jákvæðum augum á málið en telur að ekki liggi nægjanlega greinagóð gögn um umfang verkefnisins til að taka afstöðu í málinu.

Hafnarnefnd felur rekstrarstjóra að vinna áfram að málinu.

6.Slippurinn á Húsavík

Málsnúmer 201410062Vakta málsnúmer

Slippurinn á Húsavík
Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna ásamt Norðursiglingu hafa komist að samkomulagi um kaupverð á slippnum. Er það í samræmi við ákvörðun og óskir hafnanefndar frá fyrri fundi.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að ganga frá kaupsamningi við Norðursiglingu. Söluverð slippsins er 6.592.295 kr.

7.Umsókn um lóð við Naustabryggju á Húsavík

Málsnúmer 201602044Vakta málsnúmer

Þann 11 febrúar 2016 sendi Norðursigling inn erindi vegna aðstöðusköpunar fyrirtækisins á hafnarsvæðinu. Málinu var frestað þar sem slippurinn var í söluferli og hugmyndir fyrirtækisins um byggingu á Naustagarði tengdust slippnum að nokkru leiti.
Ekki er gert ráð fyrir byggingu á umræddu svæði samkvæmt skipulagi.

Hafnanefnd óskar eftir því við skipulags- og umhverfisnefndar að skipulögð verði byggingalóð á svæðinu og mögulegar útfærslur kannaðar.

8.Kópaskershöfn - þarfir vegna viðhaldsdýpkunar

Málsnúmer 201605065Vakta málsnúmer

Staða Kópaskershafnar
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála og þá vinnu sem farið hefur fram varðandi stöðu Kópaskershafnar.

Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna hafa í samvinnu við siglingasvið vegagerðarinnar farið yfir stöðu Kópaskershafnar og hvaða möguleikar eru uppi varðandi dýpkun í höfninni.

Ekki er svigrúm fyrir dýpkunarframkvæmdum í Kópaskershöfn á þessu fjárhagsári og óskar því hafnanefnd eftir aukafjárveitingu frá sveitarstjórn til framkvæmdarinnar.


Hafnanefnd telur brýnt að rekstur Kópaskershafnar sé tryggður eftir bestu getu og farið verði í dýpkun hafnarinnar eins fljótt og auðið er. Í framhaldi verði unnið að úttekt og greiningu á starfsemi og rekstrarumhverfi hafnarinnar og reynt verði að tryggja reglubundna viðhaldsddýpkun eftir þörfum.

Hafnanefnd felur rekstrastjóra hafna að vinna áfram að málinu fáist til þess fjármagn. Unnið verði að því að finna farsæla lausn og tryggja að rekstrarumhverfi hafnarinnar sé með sem bestum hætti.

9.Ósk um stöðuleyfi fyrir 20' gámaeiningu á lóð við Hafnarstétt 13

Málsnúmer 201605067Vakta málsnúmer

Norðursigling óskar eftir að fjarlægja Raggaskúr og staðsetja á stöðuleyfi 20´ aðstöðugám undir flotgalla félagsins.
Hafnanefnd samþykkir að Raggaskúr verði fjarlægður og í hans stað komi 20´gámur með stöðuleyfi. Stöðuleyfið gildir til 1. desember 2016.

Innheimta skal stöðuleyfisgjöld samkvæmt gjaldskrá eins og af öðrum stöðuleyfisskyldum húsum á svæðinu.

10.Gjaldskrá hafna Norðurþings - Verklag við innheimtu farþegagjalda

Málsnúmer 201605068Vakta málsnúmer

Verklag við innheimtu farþegagjalda
Á undanförnum árum hefur innheimta farþegagjalda ekki verið í föstum skorðum hjá höfnum Norðurþings.

Samkvæmt hafnarlögum er heimilt að innheimta farþegagjöld.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að innheimta farþegagjöld samkvæmt gjaldskrá hafna Norðurþings, fyrir árið 2015 og eftirleiðis.

11.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag með þeim breytingum sem skipulags- og umhverfisnefnd leggur til með bókunum á fundum nefndarinnar þann 12. apríl 2016 og 10. maí 2016.

12.Verbúðir á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201605080Vakta málsnúmer

Starfsemi í verbúðum - umræða
Verið er að meta viðhaldsþörf hússins og þegar þær upplýsinga liggja fyrir verður tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu og eignarhald af hálfu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.