Fara í efni

Kópaskershöfn - þarfir vegna viðhaldsdýpkunar

Málsnúmer 201605065

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 3. fundur - 11.05.2016

Staða Kópaskershafnar
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála og þá vinnu sem farið hefur fram varðandi stöðu Kópaskershafnar.

Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna hafa í samvinnu við siglingasvið vegagerðarinnar farið yfir stöðu Kópaskershafnar og hvaða möguleikar eru uppi varðandi dýpkun í höfninni.

Ekki er svigrúm fyrir dýpkunarframkvæmdum í Kópaskershöfn á þessu fjárhagsári og óskar því hafnanefnd eftir aukafjárveitingu frá sveitarstjórn til framkvæmdarinnar.


Hafnanefnd telur brýnt að rekstur Kópaskershafnar sé tryggður eftir bestu getu og farið verði í dýpkun hafnarinnar eins fljótt og auðið er. Í framhaldi verði unnið að úttekt og greiningu á starfsemi og rekstrarumhverfi hafnarinnar og reynt verði að tryggja reglubundna viðhaldsddýpkun eftir þörfum.

Hafnanefnd felur rekstrastjóra hafna að vinna áfram að málinu fáist til þess fjármagn. Unnið verði að því að finna farsæla lausn og tryggja að rekstrarumhverfi hafnarinnar sé með sem bestum hætti.

Sveitarstjórn Norðurþings - 58. fundur - 17.05.2016

Á 3. fundir hafnarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála og þá vinnu sem farið hefur fram varðandi stöðu Kópaskershafnar. Hafnastjóri og rekstrarstjóri hafna hafa í samvinnu við siglingasvið vegagerðarinnar farið yfir stöðu Kópaskershafnar og hvaða möguleikar eru uppi varðandi dýpkun í höfninni. Ekki er svigrúm fyrir dýpkunarframkvæmdum í Kópaskershöfn á þessu fjárhagsári og óskar því hafnanefnd eftir aukafjárveitingu frá sveitarstjórn til framkvæmdarinnar. Hafnanefnd telur brýnt að rekstur Kópaskershafnar sé tryggður eftir bestu getu og farið verði í dýpkun hafnarinnar eins fljótt og auðið er. Í framhaldi verði unnið að úttekt og greiningu á starfsemi og rekstrarumhverfi hafnarinnar og reynt verði að tryggja reglubundna viðhaldsddýpkun eftir þörfum. Hafnanefnd felur rekstrastjóra hafna að vinna áfram að málinu fáist til þess fjármagn. Unnið verði að því að finna farsæla lausn og tryggja að rekstrarumhverfi hafnarinnar sé með sem bestum hætti."
Til máls tóku: Kristján, Óli, Soffía, Olga, Jónas, Gunnlaugur og Kjartan

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja í verkefnið allt að 5 milljónir króna og fjármagna það með áætluðum auknum tekjum hafnasjóðs. Sveitarstjóra er falið að skila viðauka við áætlun þar um.