Fara í efni

Hafnanefnd

17. fundur 06. september 2017 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytinga deiliskipulags Norðurhafnar en athugasemdafresti lauk 14. júlí s.l. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar.

Eftirfarandi var bókað á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og byggðaráð að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Hafnanefnd samþykkir breytingu á deiliskipulaginu eins og hún var kynnt og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Samgönguáætlun til fjögurra ára 2018-2021

Málsnúmer 201706147Vakta málsnúmer

Samgönguáætlun Vegagerðarinnar til fjögurra ára 2018-2021 lagt fram til kynningar og umræðu í hafnanefnd.
Framkvæmdalisti vegna samgönguáætlunar hefur þegar verið sendur Vegagerðinni.

3.Áskorun til hafnasambandsins frá Náttúruvernarsamtökum Íslands

Málsnúmer 201706190Vakta málsnúmer

Hafnasambandi Íslands barst nýverið bréf frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum er varðar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum.
Lagt fram til kynningar.

4.Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Starfsmannamál hafna Norðurþings.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir starfsmannamál.
Rekstrarstjóra falið að auglýsa laus störf við Húsavíkurhöfn.

5.Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum 2017

Málsnúmer 201709035Vakta málsnúmer

Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum frá Hafnasambandi Íslands lögð fram til kynningar fyrir hafnanefd Norðurþings.
Hafnanefnd fór yfir reglugerð um slysavarnir og öryggibúnað í höfnum.
Rekstrarstjóra falið að gera minnisblað um og öryggisúttekt í höfnum Norðurþings og leggja fyrir nefndina að nýju.

6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 369. fundar hafnasambandsins lagðar fram fyrir hafnanefnd Norðurþings.
Fundargerð hafnasambands Íslands nr. 396 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.