Fara í efni

Hafnanefnd

13. fundur 29. mars 2017 kl. 14:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá
Robert Ragnarsson sat fundinn undir lið 1.

1.Hafnasjóður Norðurþings - Framkvæmdaáætlun 2017-2020

Málsnúmer 201703111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar framkvæmdaáætlun 2017-2020 og fjármögnun rædd.
Rekstrarstjóra hafna er falið að uppfæra þriggja ára rammaáætlun fyrir árin 2018 - 2020 til samræmis við framkvæmdaáæltun.

2.Bílavog á Bökufyllingu

Málsnúmer 201702115Vakta málsnúmer

Fyrir liggja kaup á nýrri bílavog sem staðsett verður á Bökufyllingu til vigtunar á förmum PCC að og frá Bakka ásamt almennri vigtun farma, bíla og tækja.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð um kaup á nýrri bílavog enda í samræmi við áætlanir og uppbyggingu á Húsavíkurhöfn.

3.Etactica. Rafmagns afgreiðslu og eftirlitsbúnaður við hafnir.

Málsnúmer 201703087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lausn frá fyrirtækinu eTactica fyrir stýringu og utanumhald um rafmagnsafgreislu við hafnir.
Rekstrarstjóra hafna er falið að leita frekari gagna og tilboða í búnað til að halda utanum og stýra rafmagnsnotkun á hafnasvæðum á Húsavík.

4.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Á 14. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Breytingar á deiliskipulagi norðurhafnar voru auglýstar til almennrar kynningar á síðasta ári. Nokkrar athugasemdir bárust og var afgreiðslu skipulagsins frestað á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 17. janúar s.l.

Á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. óskaði framkvæmdanefnd eftir því við skipulags- og umhverfisnefnd að felld verði inn í deiliskipulög breytt vegtenging milli hafnarsvæðis og Höfða, þannig að tengingin verði austan athafnasvæðis Eimskips.

Ennfremur hefur Faglausn ehf, f.h. Eignasjóðs Norðurþings, óskað eftir fráviki frá gildandi deiliskipulagi vegna hönnunar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5. Lóðarhafi að Naustagarði 2 hefur óskað eftir auknum byggingarrétti á þeirri lóð þannig að heimiluð verði viðbygging til norðausturs frá núverandi húsi, leyft verði 2ja hæða hús með mænishæð allt að 7,5 m og nýtingarhlutfall verði 0,3.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að eftirfarandi breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis:

1. Minnka lóð, og þar með byggingarrétt, að Naustagarði 6 frá áður kynntri tillögu.
2. Færa inn í skipulagstillöguna breytta vegtengingu milli hafnarsvæðis og Höfða skv. tillögu Mannvits.
3. Fella út byggingarlóðina að Norðurgarði 3 og breyta lóðarmörkum og byggingarskilmálum Norðurgarðs 5 til samræmis við hugmyndir Faglausnar.
4. Skilgreina byggingarrétt vegna mögulegrar viðbyggingar að Naustagarði 2."
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skipulagi Norðurhafnar.

5.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer

Fundargerð 392. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

6.Málefni hafna Norðurþings

Málsnúmer 201606104Vakta málsnúmer

Til kynningar. Staða framkvæmda við hafnir Norðurþings og málefni hafna.
Farið var yfir stöðu framkvæmda við höfnina á Húsavík.
Hafnanefnd samþykkir að kaupa fingur á flotbryggju til að auka viðlegupláss ferðaþjónustubáta.

Áætlaðar komur skemmtiferðaskipa á árinu 2017 eru 44. talsins.
Huga þarf að bættri móttökuaðstöðu farþega vegna lögbundins eftirlits af hálfu hafnarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:30.