Fara í efni

Umhverfisvænt sveitarfélag.

Málsnúmer 201804105

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Fyrir framkvæmdanefnd liggur bréf frá Kolviði um aðgerðir til þess að gera Norðurþing að umhverfisvænu sveitarfélagi.
Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samstarfs við Kolvið um að gera Norðurþing að kolefnisjöfnuðu sveitarfélagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Erindi barst frá Kolviði, sjóði, 12.04.2018, um samstarf við Norðurþing. Bókun framkvæmdanefndar 9. maí 2018: Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samstarfs við Kolvið um að gera Norðurþing að kolefnisjöfnuðu sveitarfélagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 38. fundur - 09.07.2019

Kolviður óskaði með bréfi dags. 11. apríl 2018 eftir hugmynd að um 100 ha landi við Húsavík til gróðursetningar á Kolviðarskógi. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Nokkur umfjöllun hefur verið um málið í nefndum Norðurþings, síðast í skipulags- og framkvæmdaráði 18. desember s.l. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp með staðsetningu svæðis og helst virðist koma til greina 1. Land beggja vegna vegar upp á Húsavíkurfjall og allt norður að vegi upp að Skurðsbrúnanámu. 2. Land beggja vegna Reykjaheiðarvegar í ofanverðri Grásteinsheiði og 3. Óráðstafað land á Ærvíkurhöfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Kolviði verði boðin afnot af um 100 ha landi við Ærvíkurhöfða og um 27 ha land meðfram vegi upp á Húsavíkurfjall til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að teikna upp nánari hnitsetta afmörkun á því svæði sem boðið verði til ræktunar Kolviðarskógar.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Bjóða ætti Kolviði allt að 100 ha á umræddu svæði, sunnan og norðan við fjallsafleggjarann að línuvegi í norðri. Svæðið er tilraunarbeitarhólf sem frístundabændur hafa haft afnot af undanfarin ár. Svæðið hentar alls ekki til beitar.

Byggðarráð Norðurþings - 295. fundur - 11.07.2019

Kolviður óskaði með bréfi dags. 11. apríl 2018 eftir hugmynd að um 100 ha landi við Húsavík til gróðursetningar á Kolviðarskógi. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Nokkur umfjöllun hefur verið um málið í nefndum Norðurþings, síðast í skipulags- og framkvæmdaráði 18. desember s.l. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp með staðsetningu svæðis og helst virðist koma til greina 1. Land beggja vegna vegar upp á Húsavíkurfjall og allt norður að vegi upp að Skurðsbrúnanámu. 2. Land beggja vegna Reykjaheiðarvegar í ofanverðri Grásteinsheiði og 3. Óráðstafað land á Ærvíkurhöfða.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Kolviði verði boðin afnot af um 100 ha landi við Ærvíkurhöfða og um 27 ha land meðfram vegi upp á Húsavíkurfjall til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að teikna upp nánari hnitsetta afmörkun á því svæði sem boðið verði til ræktunar Kolviðarskógar.
Byggðarráð tekur undir með skipulags- og framkvæmdaráði hvað varðar val á staðsetningu. Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við Kolvið að undangengnu samtali við hagsmunaaðila í hópi bænda og tómstundaiðkenda á svæðinu.
Endanlegur samningur verður lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samningi milli Norðurþings og Kolviðarsjóðs um leigu á landi á Ærvíkurhöfða til ræktunar Kolviðarskóga. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hnitsettan uppdrátt af fyrirhuguðu ræktunarsvæði. Umrætt land er 114,6 ha að flatarmáli og að langmestu leiti gömul tún.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Kolviðarsjóð á grunni fyrirliggjandi samningsdraga. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna sjálfstæða landspildu á grundvelli hnitsetta uppdráttarins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 28. apríl var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Kolviðarsjóð á grunni fyrirliggjandi samningsdraga. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að stofna sjálfstæða landspildu á grundvelli hnitsetta uppdráttarins.
Til máls tók: Kolbrún Ada.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er jákvætt skref og í anda viðspyrnu í loftslagsmálum að hluti lands sveitarfélagsins í Saltvík, sem bæði er rýrt og lítið nýtt í dag, verði nýtt til skógræktar. Troðningar og gönguleiðir munu verða gerðir um svæðið þegar fram líður og gert ráð fyrir að þarna verði fólkvangur. Kolviður mun semja við aðila á svæðinu um að planta trjánum og því skapar framtakið tekjur fyrir svæðið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.