Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

295. fundur 11. júlí 2019 kl. 08:30 - 10:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Erindi frá Framsýn stéttarfélagi varðandi stöðuna í kjaraviðræðum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201907013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Framsýn stéttarfélagi hvar vakin er athygli á þeirri stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum. Kjaraviðræður hafa staðið yfir við Samband íslenskra sveitarfélaga frá því í febrúar 2019, án niðurstöðu. Í bréfinu kemur fram að mikið ber á milli og vísaði Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð Framsýnar, deilunni til ríkissáttasemjara þann 28. maí sl. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður 21. ágúst n.k. hjá ríkissáttasemjara.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og stéttarfélög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september. Samið hefur verið við þessa aðila um eingreiðlsu/innágreiðslu upp á kr. 105.000 miðað við fullt starf. Samninganefnd sveitarfélaga hefur neitað að slíkt tilboð standi til boða fyrir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins þar sem búið væri að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara.

Þrátt fyrir þessa afstöðu samninganefndarinnar vill Framsýn fara þess á leit við sveitarfélögin á félagssvæðinu og Hvamm heimili aldraðra að þau greiði starfsmönnum sem starfa eftir kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands viðlíka innágreiðslu of að ofan greinir, þann 1. ágúst n.k. m.v. fullt starf.
Byggðarráð þakkar Framsýn stéttarfélagi erindið og lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stöðu kjaraviðræðna Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga við þau stéttarfélög sem vísuðu deilunni til Ríkissáttasemjara í vor. Það er ljóst að staðan er mjög viðkvæm á þessum tímpunkti og vert að árétta að sveitarfélagið Norðurþing veitti samninganefndinni fullnaðarumboð til samninga fyrir sína hönd þann 11. desember 2018, líkt og önnur sveitarfélög gerðu sömuleiðis. Það þýðir að eftir að umboðið var veitt er sveitarfélaginu ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningagerð. Sveitarfélagið skuldbatt sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins. Byggðarráð Norðurþings hafnar því óskum Framsýnar um að stíga inn í kjaraviðræðurnar með þeim hætti sem vænst er.
Það er einlæg von byggðarráðs að samningsaðilar nái saman og leysi þá deilu sem uppi er sem fyrst.

2.Ráðning Hafnastjóra Norðurþings

Málsnúmer 201905151Vakta málsnúmer

Ráðning hafnarstjóra er staðfest og fyrirliggjandi ráðningarsamningur er samþykktur með áorðnum breytingum á grein nr. 4.
Byggðarráð óskar Þóri Erni Gunnarssyni velfarnaðar í starfi sínu fyrir Hafnasjóð Norðurþings.

3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess.

Málsnúmer 201901081Vakta málsnúmer

Borist hafa afrit af svari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til Guðbjarts Ellerts Jónssonar og Gentle Giants hvalaferða ehf. þar sem ósk þeirra um stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu er hafnað.
Í svari frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu við erindum Gentle Giants hvalaferða ehf og Guðbjarts Ellerts Jónssonar kemur fram að ráðuneytið telji að ekki hafi ríkt nægileg festa við álagningu og innheimtu farþegagjalda á því tímabili sem um ræðir. Þessu hefur þó verið komið í betri farveg og eru farþegagjöld nú innheimt mánaðarlega í stað árlega áður. Skipstjórum eða eigendum þeirra báta sem stunda farþegaflutninga við hafnir Norðurþings ber að skila mánaðarlega upplýsingum um farþegafjölda á meðan á farþegaflutningum stendur og skal gögnunum skilað eigi síðar en 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð. Álagning er ákvörðuð af sveitastjórn í tengslum við fjárhagsáætlanagerð ár hvert. Ennfremur kemur fram í svari frá ráðuneytinu að ekkert bendi til þess að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdheimildir sínar við gerð samninga við fyrirtæki um uppgjör farþegagjalda né að öðrum fyrirtækjum sem skulduðu slík gjöld hafi ekki boðist sömu kjör. Enda eðlilegt að sveitarfélög hafi heimildir til að semja um uppgjör ógreiddra gjalda við lögaðila og að jafnræði ríki á milli þeirra sem eiga vangreidd gjöld við sveitarfélagið um uppgjör þeirra. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur því ekki tilefni til formlegrar stjórnsýsluúttektar og er málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar

4.Stefna Sandfells ehf. vegna starfsmannaaðstöðu

Málsnúmer 201812068Vakta málsnúmer

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur kveðið upp dóm í máli Sandfells ehf. á hendur Norðurþingi þar sem sveitarfélagið er sýknað af kæru stefnanda.
Lagt fram til kynningar.

5.Friðlýsing vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum

Málsnúmer 201810124Vakta málsnúmer

Til kynningar er greinargerð Umhverfisstofnunar um framkomnar athugasemdir vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum.
Lagt fram til kynningar.

6.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára

Málsnúmer 201907007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Umhverfisvænt sveitarfélag.

Málsnúmer 201804105Vakta málsnúmer

Kolviður óskaði með bréfi dags. 11. apríl 2018 eftir hugmynd að um 100 ha landi við Húsavík til gróðursetningar á Kolviðarskógi. Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Nokkur umfjöllun hefur verið um málið í nefndum Norðurþings, síðast í skipulags- og framkvæmdaráði 18. desember s.l. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp með staðsetningu svæðis og helst virðist koma til greina 1. Land beggja vegna vegar upp á Húsavíkurfjall og allt norður að vegi upp að Skurðsbrúnanámu. 2. Land beggja vegna Reykjaheiðarvegar í ofanverðri Grásteinsheiði og 3. Óráðstafað land á Ærvíkurhöfða.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Kolviði verði boðin afnot af um 100 ha landi við Ærvíkurhöfða og um 27 ha land meðfram vegi upp á Húsavíkurfjall til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að teikna upp nánari hnitsetta afmörkun á því svæði sem boðið verði til ræktunar Kolviðarskógar.
Byggðarráð tekur undir með skipulags- og framkvæmdaráði hvað varðar val á staðsetningu. Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við Kolvið að undangengnu samtali við hagsmunaaðila í hópi bænda og tómstundaiðkenda á svæðinu.
Endanlegur samningur verður lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

8.Reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings

Málsnúmer 201906058Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing setji sér eftirfarandi reglur varðandi útleigu á íþróttahúsum og félagsheimilum í sinni eigu: Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára. Séu félagsheimili eða íþróttahús í umsjón rekstaraðila verði gerðir viðaukar við samninga sem tryggja að eftir þessu sé farið. Ráðið vísar málinu til byggðarráðs sem fer með samningsmál við rekstraraðila eigna Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum og auglýsa.

9.Ársreikningur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Málsnúmer 201906092Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Donda ehf.

Málsnúmer 201907026Vakta málsnúmer

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið, en leggur til að í samræmi við undangengin ár verði sú lína lögð að vínveitingaleyfi til torgsöluaðila á hátíðasvæði Mærudaga gildi ekki lengur en til kl. 1:00 eftir miðnætti.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.

11.Ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Íþróttafélaginu Völsungi

Málsnúmer 201907024Vakta málsnúmer

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið, en leggur til að í samræmi við undangengin ár verði sú lína lögð að vínveitingaleyfi til torgsöluaðila á hátíðasvæði Mærudaga gildi ekki lengur en til kl. 1:00 eftir miðnætti.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.

12.Sala eigna: Garðarsbraut 69 íbúð 403

Málsnúmer 201906010Vakta málsnúmer

Eitt tilboð hefur borist í eignina en tilboðsfrestur rann út á hádegi 10. júlí.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

13.Fjölskylduráð - 38

Málsnúmer 1906010FVakta málsnúmer

Hafrún tók til máls undir lið nr. 6 ásamt Ödu.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 37

Málsnúmer 1906009FVakta málsnúmer

Liður nr. 1.
Til máls tóku Bergur Elías og Silja.
Liður nr. 8.
Til máls tóku Hafrún, Silja, Kristján, Helena, Bergur og Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 38

Málsnúmer 1907002FVakta málsnúmer

Liður nr.3
Til máls tóku Hafrún, Silja, Kristján, Bergur, Helena og Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.