Fara í efni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess.

Málsnúmer 201901081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019

Fyrir byggðarráði liggur bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna tveggja erinda sem borist hafa ráðuneytinu varðandi starfshætti Norðurþings í málefnum hvalaskoðunarfyrirtækja sem starfrækt eru á Húsavík. Annars vegar er um að ræða beiðni Guðbjarts Ellerts Jónssonar, sveitarstjórnarmanns í sveitarstjórn Norðurþings, frá 20. desember s.l. um stjórnsýsluúttekt á undirbúningi og afgreiðslu samkomulags sem gert var um uppgjör á farþegagjöldum eins fyrirtækis 3. apríl s.l. Hins vegar er það kvörtun Daníels Isebarn Ágústssonar hrl. frá 21. þ.m. þar sem hann, f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf., kvartar undan meintri mismunun sveitarfélagsins við afgreiðslu mála er varða hvalaskoðunarfyrirtækin.
Óskað er eftir að umsögn sveitarfélagsins berist ráðuneytinu eigi síðar en föstudaginn 22. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að umsögn um málið og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

Byggðarráð Norðurþings - 281. fundur - 14.02.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna beiðnar frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni um stjórnsýsluúttekt á undirbúningi og afgreiðslu samkomulags sem gert var um uppgjör á farþegagjöldum eins hvalaskoðunarfyrirtækis 3. apríl 2018 annars vegar og hins vegar vegna kvörtunar Daníels Isebarn Ágústssonar hrl. frá 21. janúar þar sem hann, f.h. Gentle Giants- Hvalaferða ehf. kvartar undan meintri mismunum sveitarfélagsins við afgreiðslu mála er varða hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að umsögn sveitarfélagsins berist ráðuneytinu fyrir 22. febrúar.

Byggðarráð Norðurþings - 295. fundur - 11.07.2019

Borist hafa afrit af svari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til Guðbjarts Ellerts Jónssonar og Gentle Giants hvalaferða ehf. þar sem ósk þeirra um stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu er hafnað.
Í svari frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu við erindum Gentle Giants hvalaferða ehf og Guðbjarts Ellerts Jónssonar kemur fram að ráðuneytið telji að ekki hafi ríkt nægileg festa við álagningu og innheimtu farþegagjalda á því tímabili sem um ræðir. Þessu hefur þó verið komið í betri farveg og eru farþegagjöld nú innheimt mánaðarlega í stað árlega áður. Skipstjórum eða eigendum þeirra báta sem stunda farþegaflutninga við hafnir Norðurþings ber að skila mánaðarlega upplýsingum um farþegafjölda á meðan á farþegaflutningum stendur og skal gögnunum skilað eigi síðar en 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð. Álagning er ákvörðuð af sveitastjórn í tengslum við fjárhagsáætlanagerð ár hvert. Ennfremur kemur fram í svari frá ráðuneytinu að ekkert bendi til þess að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdheimildir sínar við gerð samninga við fyrirtæki um uppgjör farþegagjalda né að öðrum fyrirtækjum sem skulduðu slík gjöld hafi ekki boðist sömu kjör. Enda eðlilegt að sveitarfélög hafi heimildir til að semja um uppgjör ógreiddra gjalda við lögaðila og að jafnræði ríki á milli þeirra sem eiga vangreidd gjöld við sveitarfélagið um uppgjör þeirra. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur því ekki tilefni til formlegrar stjórnsýsluúttektar og er málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir frekari gögnum vegna mála sem vörðuðu stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna samkomulags þess á uppgjöri flutningsgjalda við fyrirtækið Norðursiglingu, telji sveitarfélagið ástæðu til. Beiðnin byggir á beiðni umboðsmanns Alþingis til ráðuneytisins um frekari skýringar á niðurstöðu sinni á málinu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Með erindum Guðbjarts Ellerts Jónssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi dagsett 20. desember 2018 og Daníels Isebarn Ágústssonar lögmanns, f.h. Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. dagsett 21. janúar 2019, var óskað eftir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tæki stjórnsýslu sveitarfélagsins Norðurþings til formlegrar umfjöllunar sbr. 109. og 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fólu erindin m.a. í sér kvörtun vegna samkomulags sveitarfélagsins við hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursiglingu ehf. um uppgjör á greiðslu farþegagjalda á tímabilinu 2015-2018. Óskaði ráðuneytið eftir umsögn sveitarfélagsins vegna málsins ásamt því að kvartendum var veitt færi á að veita sína umsögn um skýringar sveitarfélagsins.
Lauk málinu með tveimur bréfum ráðuneytisins dagsettum 26. júní 2019. Taldi ráðuneytið að ekki væri nægilegt tilefni til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins er varðaði umrætt samkomulag, til formlegrar umfjöllunar, sbr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga.
Með erindi umboðsmanns Alþingis til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 25. október sl. óskaði umboðsmaður eftir frekari skýringum á tilteknum atriðum í niðurstöðu ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur nú tekið umrætt mál aftur til umfjöllunar og telur ekki ástæðu til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til frekari umfjöllunar og telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

Bergur Elías Ágústsson, leggur fram eftirfarandi bókun:
Eins og fram kemur í svarbréfi ráðuneytisins sem telur 11 blaðsíður kemur m.a. fram að sveitarfélagið hafi í veiga miklum þáttum ekki sýnt af sér góða stjórnsýsluhætti. Ekki verður litið fram hjá því að ráðuneytið bendir á í sinni niðurstöðu að framkvæmd sveitarfélagins hafi ekki verið í samræmi við megin reglu stjórnsýsluréttar. Vegna þess hvað þetta mál hefur dregist á langinn er það ein af ástæðum að ekki verði farið í frekari aðgerðir.

Eins og ljóst er þá hafði Umboðsmaður Alþingis aðkomu að þessu máli en þó svo að ráðuneytið hafi nú lokið sinni endurskoðun er málinu ekki þar með lokið enda er það enn til meðferðar hjá embætti hans.