Byggðarráð Norðurþings

311. fundur 16. desember 2019 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir Skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Óveður undanfarinnar viku og afleiðingar þess

201912098

Til fundarins mætti undir þessum lið Grímur Snær Kárason, slökkviðliðsstjóri og fór yfir atburði og stöðu mála eftir óveður sem gekk yfir í síðustu viku.

Byggðarráð vill þakka öllum þeim aðilum sem komið hafa að úrlausn hinna fjölmögu verkefna sem þurft hefur að sinna vegna óveðursins í síðustu viku.

2.Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði

201912008

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fund byggðarráðs og fer yfir búnaðar- og innréttingakaup í nýja slökkvistöð.
Ketill Gauti, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

Helena og Bergur samþykkja að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun eignasjóðs 2019 til kaupa á húsgögnum fyrir allt að 1.200.000 og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Silja situr hjá.

3.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

201909041

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum fyrir nýja húsnæðissjálfseignarstofnun vegna byggingar nýs íbúðarkjarna fyrir fatlaða.
Jónas Einarsson sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda drög að samþykktum inn til félagsmálaráðuneytis til umsagnar.

4.Þjónustusamningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings 2020

201911045

Fyrir byggðarráði liggja drög að þjónustusamningi milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla saman aðila samkomulagsins til að yfirfara og fullvinna þjónustusamninginn.

5.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess.

201901081

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir frekari gögnum vegna mála sem vörðuðu stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna samkomulags þess á uppgjöri flutningsgjalda við fyrirtækið Norðursiglingu, telji sveitarfélagið ástæðu til. Beiðnin byggir á beiðni umboðsmanns Alþingis til ráðuneytisins um frekari skýringar á niðurstöðu sinni á málinu.
Lagt fram til kynningar.

6.Fyrirspurn um tvær framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins

201912094

Bergur Elías Ágústsson hefur lagt fram fyrirspurn um verklega og fjárhagslega stöðu framkvæmda við Stangarbakkastíg og byggingu slökkvistöðvar.
Málinu frestað til næsta fundar.

7.Dómsuppsaga í Ássandsmáli

201912013

Fyrir byggðarráði liggur dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli íslenska ríkisins gegn eigendum lands innan sandgræðslugirðingar á Ássandi.
Kristjá Þór fór yfir niðurstöður dómsins.

8.Umboð sveitarstjóra til afgreiðslu á umsögnum vegna brenna og flugeldasýninga

201912096

Byggðarráð felur sveitarstjóra umboð til að afgreiða umsóknir um brennur og flugeldasýninga í sveitarfélaginu.

9.Hluthafafundur Rifóss hf.

201912006

Boðað er til hluthafafundar í Rifós hf. 16. desember nk. kl. 15:00.
Byggðarráð samþykkir að Kristján Þór fari sem fulltrúi sveitarfélagsins á fundinn.

10.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

201908036

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 2. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 13. nóvember sl.
Umfjöllun um sundlaug í Lundi er vísað til fjölskylduráðs.

Öðrum liðum fundargerðarinnar er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

11.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2019

201912014

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 27. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

201902004

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

201912010

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í Lögbirtingablaði á vef Stjórnartíðinda, tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög, þar sem við á, að laga samþykktir sínar í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.
Byggðarráð vísar málinu til kynningar skipulags- og framkvæmdaráði.

Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið aftur á nýju ári.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

201912070

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun 2020?2024, 434. mál og samgönguáætlun 2020 - 2034, 435. mál

201912072

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.