Fara í efni

Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði

Málsnúmer 201912008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fund byggðarráðs og fer yfir búnaðar- og innréttingakaup í nýja slökkvistöð.
Ketill Gauti, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

Helena og Bergur samþykkja að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun eignasjóðs 2019 til kaupa á húsgögnum fyrir allt að 1.200.000 og vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Silja situr hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Þörf er á að kaupa nýja innanstokksmuni í slökkvistöð Norðurþings á Norðurgarði 5. Fyrir liggja tilboð í búnað sem Slökkvilið Norðurþings óskar eftir í húsnæðið.
Byggðaráð samþykkti að veita aukafjárveitingu fyrir fjárhagsárið 2019 allt að 1.200.000 kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fjárfesta í húsbúnaði sem hentar innan þess ramma.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020

Ósk frá Slökkviliði Norðurþings um fjármögnun vegna smíði aðstöðurýma í nýrri slökkvistöð að Norðurgarði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu.

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2019 vegna kaupa á húsbúnaði í nýja slökkvistöð. Fjárhæð viðaukans er 1.200.000 krónur og er gert ráð fyrir að hækkun fjárheimilda til Eignasjóðs verði mætt með lækkun á handbæru fé. Meðfylgjandi viðaukanum er yfirlit um fjárhagslegar ráðstafanir.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 98. fundur - 21.01.2020

Á 313. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.

Gísli og Lilja sitja hjá.