Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

313. fundur 16. janúar 2020 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Silja Jóhannesdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Ósk um skýringar vegna ferlis Höfðamáls í stjórnkerfi Norðurþings

Málsnúmer 202001026Vakta málsnúmer

Á 312. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem hann óskað skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018. Byggðarráð fól sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi og óskaði jafnframt eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynntu sín svör fyrir byggðarráði.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfi í formi vinnuskjals.
Lagt fram til kynningar.

2.Ráðstöfun almannafjár úr sveitarsjóði

Málsnúmer 202001035Vakta málsnúmer

Á 312. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Bergs Elíasar Ágústssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur þar sem óskað var að eftir að gerð yrði grein fyrir ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir við Höfða 24, hvaða aðilar komu að framkvæmdinni og hver heildarfjárhæð framkvæmdarinnar er, skipt á aðila. Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka saman minnisblað varðandi framangreind erindi.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra.
Fyrirspurn Bergs Elíasar Ágústssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur:

Fram hefur komið, að sveitarfélagið Norðurþings hafi lagt til fjármuni innan og við lóð Höfða 24 töluverða upphæð í tengslum við gatnagerðar framkvæmda á og við Höfða á Húsavík.

Rétt er að geta þess að framkvæmdin var ekki hluti að vegaframkvæmdum við Höfða eins og fram kemur í útboðsgögnum. Ekki verður séð að ákvörðun um að ráðstafa almannafé í verkið hafi verið tekin í skiplags- og framkvæmdanefnd sveitarfélagins eða byggðarráði Norðurþings, sem fer með yfirstjórn fjármála sveitarfélagsins.

Er þess óskað að;
a) Greint verði frá því hver tók ákvörðun um framkvæmdirnar og í umboði hvers.
b) Hvaða aðilar komu að framkvæmdinni og hver heildar upphæðin er, skipt á aðila.

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir


Í minnisblaði frá sveitarstjóra og framkvæmda- og þjónustufulltrúa kemur eftirfarandi fram:

Hvað varðar ákvarðanir um framkvæmdir fyrir framan Cape Hótel var það mat framkvæmda- og þjónustufulltrúa á þeim tíma að ekki yrði undan því komist að leysa úr þeim vandræðum sem sköpuðust fyrir framan hótelið vegna þess hönnunargalla sem upp hafði komið í tengslum við heildarframkvæmdina, öðruvísi en að taka ákvörðun um að reisa stoðvegg og ganga frá bílastæðinu til samræmis við það sem hönnuður var fenginn til að hanna. Því var sú ákvörðun einfaldlega tekin og ekki kynnt sérstaklega inni í skipulags- og framkvæmdanefnd, sem eftirá að hyggja hefði betur verið gert. Í samantekt sem lögð var fyrir skipulags- og framkvæmdaráð í nóvember 2018 kemur eftirfarandi fram:

Bókfærður kostnaður vegna frágangs við og á lóð Cape Hotel er eftirfarandi:

Vinnuvélar Eyþórs (Vinna við gerð bílastæðis við Cape) - kr. 1.922.391

Trésmiðjan Rein (Forsteyptar einingar vegna bílastæðis) - kr. 3.586.649

Garðvík (Lóðarfrágangur við Cape) - kr. 695.135.

Malbikun Ak (Bílastæði) - kr. 395.100

Árni Helga ehf (jarðvinna ofl.) - kr. 402.871

Verkís verkeftirlit - Ekki sundurliðað eftir þessu verki frá heildarkostnaði við
gatnaframkvæmdina í heild.

Mannvit teiknivinna - Ekki sundurliðað eftir þessu verki frá heildarkostnaði við
gatnaframkvæmdina í heild.

Áætla má að heildarkostnaður við þessa framkvæmd nemi á bilinu 8-9 mkr.



3.Eftirfylgni vegna vatnsrennibrautar á Húsavík.

Málsnúmer 201909027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úttekt KPMG á fjárfestingu í vatnsrennibraut á Húsavík þar sem farið er yfir ferli málsins frá þeim tíma sem ákvörðun um verkefnið var tekin og þar til því var lokið.
Fyrirspurn frá Bergi Elíasi Ágústssyni og Hafrúnu Olgeirsdóttur:

Þess er óskað að úttekt á framkvæmdum við vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur verði lögð fram til kynningar í bæjarráði og skipulags- og framkvæmdaráði ásamt erindisbréfi til úttektaraðila.

Greinargerð:

Á 43 fundi skipulags- og framkvæmdaráðs mál númer 5 (eftirfylgni vegna vatnsrennibrautar á Húsavík, 201909027) afgreitt með eftirfarandi hætti. ?Í fjárhagsáætlun 2017 og í framkvæmdaáætlun fyrir sama ár var ákveðið að kaupa og setja upp rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Það er mikilvægt að greina verkið m.t.t. til stjórnsýslu og fjármála. Ljóst er að verkið hefur farið umtalsvert mikið fram úr áætlun og mikilvægt að nota þetta verkefni til að læra af því. Sömuleiðis verði kannað og því fylgt eftir í úttektinni hvaða stjórnsýslulegu leið málið fékk og með hvaða hætti. Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í nóvember 2018 óskaði undirritaður eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi uppsetningu á vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Þá var ljóst að kostnaður myndi fara nokkuð fram úr áætlun. Þann 12. mars síðastliðinn óskuðu fulltrúar eftir upplýsingum um stöðu mála og lögðu jafnframt til að verkið skyldi taka út. Nefndin samþykkti þá tillögu og að málið yrði tekið fyrir að nýju. Enn hefur ekkert gerst í því máli. Því vill undirritaður nú endurflytja tillögu um að verkið; vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur verði tekið út?. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera óháða úttekt á verkinu.

Bergur Elías Ágústsson, Hafrún Olgeirsdóttir

Lagt fram til kynningar.

4.Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði

Málsnúmer 201912008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2019 vegna kaupa á húsbúnaði í nýja slökkvistöð. Fjárhæð viðaukans er 1.200.000 krónur og er gert ráð fyrir að hækkun fjárheimilda til Eignasjóðs verði mætt með lækkun á handbæru fé. Meðfylgjandi viðaukanum er yfirlit um fjárhagslegar ráðstafanir.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.200.000 viðbótarframlagi til Eignasjóðs sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

5.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að bréfi fjármálastjóra fyrir hönd byggðarráðs til sviðsstjóra og forstöðumanna sveitarfélagsins varðandi eftirfylgni við fjárhagsáætlun ársins 2020.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:55.

Lagt fram til kynningar.

6.Kolefnisbókhald hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202001080Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram tillögu að því að sveitarfélagið safni saman upplýsingum um kolefnisbókhald úr rekstri sveitarfélagsins þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu og öðrum þáttum sem vega inn í koefnisfótsporið eins og sorphirðu.
Tillaga Bergs Elíasar Ágústssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur:

Undirrituð leggja fram þá tillögu að sveitarfélagið Norðurþing safni saman upplýsingum um kolefnisbókhald úr rekstri sveitarfélagisin þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu og öðrum þáttum sem vega inn í kolefnisfótsporið eins og sorphirðu.

Greinargerð:

Nokkur sveitarfélög á Íslandi hafa sett sér það markmið að kolefnisjafna rekstur sinn, má þar nefna Hafnarfjarðarbæ og Skútustaðahrepp sem fyrirmynd í þeim efnum. Ljóst er að einhvern tíma tekur að safna saman framangreindum upplýsingum svo vel megi vera. Mikilvægt er að fyrir árið 2021 liggi fyrir skýr aðgerðaráætlun í þessum efnum til samræmis við umhverfistefnu NÞ. Sömuleiðis að virkja starf skólanna í sveitarfélaginu í verkefninu.

Þó svo að endanleg aðgerðaráætlun muni sennilega ekki verða tilbúin fyrr en um mitt næsta sumar er hægt að hefjast handa nú þegar. Í því samhengi má benda á tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins frá 16. febrúar 2017, sem hljóðar svo;

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að gera áætlun um og hrinda í framkvæmd 10 ára verkefni í gróðursetningu trjáplanta í sveitarfélaginu Norðurþing. Greinargerð; Tillagan felur í sér að sveitarfélagið Norðurþing mun leggja árlega til að lámarki eina trjáplöntu fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins allan lífstíma verkefnisins. Einnig verði leitað eftir samkomulagi við fyrirtæki í sveitarfélaginu um að þau leggi árlega verkefninu til trjáplöntur.

Sveitarfélagið mun halda utan um verkefnið og sjá um skipulag og framkvæmd gróðursetningar.

Meginmarkmið verkefnisins er.

a) Að auka útbreiðslu skóga í sveitarfélaginu Norðurþing.
b) Að til verði skógarauðlind í sveitarfélaginu Norðurþing.
c) Að auka bindingu kolefnis með aukinni skógrækt í sveitafélaginu Norðurþing.
d) Að auka umhverfisleg gæði í sveitarfélaginu Norðurþing

Framkvæmdanefnd er falið stjórn og framkvæmd verkefnisins og mun sveitarstjórn tryggja verkefninu fjármuni til framkvæmdarinnar. Húsavík 16.02.2017, Gunnlaugur Stefánsson.

Frábært yrði ef hafist væri handa næsta sumar að planta einu tré fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins enda kostnaður óverulegur og ávinningur jákvæður.

Bergur Elías Ágústsson, Hafrún Olgeirsdóttir

Byggðarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.


7.Launastefna og jafnlaunastefna Norðurþings

Málsnúmer 202001077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að samþykkja launastefnu og jafnlaunastefnu sveitarfélagsins og vísa til umræðu og samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar launastefnu og jafnlaunastefnu til afgreiðslu í sveitarstjórn Norðurþings.

8.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2020

Málsnúmer 202001064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja reglur um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2020. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á fjárhagslegum viðmiðum frá fyrra ári, eingöngu er um að ræða breytingar á ferli umsókna vegna afsláttarins.
Byggðarráð vísar reglunum til samþykktar í sveitarstjórn.

9.Samningamál Skotfélags Húsavíkur 2020

Málsnúmer 201909101Vakta málsnúmer

Á 286. fundi byggðarráðs þann 4. apríl 2019 var samþykkt að styrkja Skotfélag Húsavíkur vegna uppbyggingar á nýju félagsaðstöðuhúsi um 10 milljónir króna sem greiddar yrðu á 5 árum.
Fyrir byggðarráði liggur nú beiðni Skotfélagsins um að fá greidd tvö ár eða fjórar milljónir af fyrrgreindum samningi á árinu 2020 til þess að koma félagsaðstöðunni í nothæft horf á árinu.
Þar sem einungis er gert ráð fyrir tveggja milljón króna greiðslu til Skotfélags Húsavíkur vegna samnings um uppbyggingu á félagsaðstöðu, í fjárhagsáætlun ársins 2020, getur byggðarráð því miður ekki orðið við erindinu.

10.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020

Málsnúmer 201912069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, um styrk til starfseminnar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Aflið um 100.000 krónur.

11.Ósk um umsögn vegna tækifærileyfi fyrir þorrablót á Kópaskeri

Málsnúmer 202001025Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Framfarafélags Öxarfjarðar um tækifærisleyfi í tengslum við þorrablót félagsins frá kl. 19:00 þann 25. janúar til kl. 03:00 þann 26. janúar.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.

Linkur á reglur:

https://www.nordurthing.is/static/files/Reglugerdir/Stjornsysla/2019/reglur-um-utleigu-ithrottahusa-og-felagsheimila-i-eigu-nordurthings.pdf?fbclid=IwAR3sJf55LRz70t9pVQwhw-iJHd-otLqkLKmd4yIPcvK85zI8goOOL_Xl-go

Í reglunum kemur eftirfarandi fram:

Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem Norðurþing á.

12.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfi fyrir þorrablót í Skúlagarði

Málsnúmer 202001085Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi umsókn Árdals ehf. um tækifærisleyfi/tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts í Skúlagarði frá kl. 20:00 þann 1. febrúar til kl. 04:00 þann 2. febrúar nk.
Byggðarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn.

Fundi slitið - kl. 10:30.