Fara í efni

Ráðstöfun almannafjár úr sveitarsjóði

Málsnúmer 202001035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 312. fundur - 09.01.2020

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir óska eftir að gerð verði grein fyrir ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir við Höfða 24, hvaða aðilar komu að framkvæmdinni og hver heildarfjárhæð framkvæmdarinnar er, skipt á aðila.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað varðandi framangreind atriði og leggja fyrir ráðið.

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Á 312. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Bergs Elíasar Ágústssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur þar sem óskað var að eftir að gerð yrði grein fyrir ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir við Höfða 24, hvaða aðilar komu að framkvæmdinni og hver heildarfjárhæð framkvæmdarinnar er, skipt á aðila. Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka saman minnisblað varðandi framangreind erindi.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra.
Fyrirspurn Bergs Elíasar Ágústssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur:

Fram hefur komið, að sveitarfélagið Norðurþings hafi lagt til fjármuni innan og við lóð Höfða 24 töluverða upphæð í tengslum við gatnagerðar framkvæmda á og við Höfða á Húsavík.

Rétt er að geta þess að framkvæmdin var ekki hluti að vegaframkvæmdum við Höfða eins og fram kemur í útboðsgögnum. Ekki verður séð að ákvörðun um að ráðstafa almannafé í verkið hafi verið tekin í skiplags- og framkvæmdanefnd sveitarfélagins eða byggðarráði Norðurþings, sem fer með yfirstjórn fjármála sveitarfélagsins.

Er þess óskað að;
a) Greint verði frá því hver tók ákvörðun um framkvæmdirnar og í umboði hvers.
b) Hvaða aðilar komu að framkvæmdinni og hver heildar upphæðin er, skipt á aðila.

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir


Í minnisblaði frá sveitarstjóra og framkvæmda- og þjónustufulltrúa kemur eftirfarandi fram:

Hvað varðar ákvarðanir um framkvæmdir fyrir framan Cape Hótel var það mat framkvæmda- og þjónustufulltrúa á þeim tíma að ekki yrði undan því komist að leysa úr þeim vandræðum sem sköpuðust fyrir framan hótelið vegna þess hönnunargalla sem upp hafði komið í tengslum við heildarframkvæmdina, öðruvísi en að taka ákvörðun um að reisa stoðvegg og ganga frá bílastæðinu til samræmis við það sem hönnuður var fenginn til að hanna. Því var sú ákvörðun einfaldlega tekin og ekki kynnt sérstaklega inni í skipulags- og framkvæmdanefnd, sem eftirá að hyggja hefði betur verið gert. Í samantekt sem lögð var fyrir skipulags- og framkvæmdaráð í nóvember 2018 kemur eftirfarandi fram:

Bókfærður kostnaður vegna frágangs við og á lóð Cape Hotel er eftirfarandi:

Vinnuvélar Eyþórs (Vinna við gerð bílastæðis við Cape) - kr. 1.922.391

Trésmiðjan Rein (Forsteyptar einingar vegna bílastæðis) - kr. 3.586.649

Garðvík (Lóðarfrágangur við Cape) - kr. 695.135.

Malbikun Ak (Bílastæði) - kr. 395.100

Árni Helga ehf (jarðvinna ofl.) - kr. 402.871

Verkís verkeftirlit - Ekki sundurliðað eftir þessu verki frá heildarkostnaði við
gatnaframkvæmdina í heild.

Mannvit teiknivinna - Ekki sundurliðað eftir þessu verki frá heildarkostnaði við
gatnaframkvæmdina í heild.

Áætla má að heildarkostnaður við þessa framkvæmd nemi á bilinu 8-9 mkr.