Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

312. fundur 09. janúar 2020 kl. 08:30 - 12:37 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings 2019

Málsnúmer 202001014Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings og fer yfir ársskýrslu Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2019.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir yfirferð á ársskýrslu Slökkviliðsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um skýringar vegna ferlis Höfðamáls í stjórnkerfi Norðurþings

Málsnúmer 202001026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem óskað er skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018. Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir ferli framkvæmdarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi fyrir næsta fund og óskar eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynni sín svör fyrir byggðarráði.
Byggðarráð vísar erindinu jafnframt til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.

3.Ráðstöfun almannafjár úr sveitarsjóði

Málsnúmer 202001035Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir óska eftir að gerð verði grein fyrir ferli ákvarðana varðandi framkvæmdir við Höfða 24, hvaða aðilar komu að framkvæmdinni og hver heildarfjárhæð framkvæmdarinnar er, skipt á aðila.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað varðandi framangreind atriði og leggja fyrir ráðið.

4.Reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Málsnúmer 202001041Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir nú drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020. Á undanförnum árum árum hefur ekki verið mikil efnisleg breyting á reglum sem gilt hafa um veiðarnar.
Einnig er birt til kynningar skýrsla vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem sem falið var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að draga úr meðafla við grásleppuveiðar, einkum spendýra og fugla. Í tillögum vinnuhópsins sem nú eru kynntar á samráðsgáttinni eru lagðar til talsverðar breytingar á hrogkelsaveiðum m.a. til að sporna við meðafla.
Á fund byggðarráðs kemur Oddur V. Jóhannsson útgerðarmaður og ræðir fyrirliggjandi drög að breytingum.
Byggðarráð þakkar Oddi fyrir komuna og felur sveitarstjóra að undirbúa umsögn um reglugerðardrögin í samráði við fulltrúa byggðarráðs innan tímafrestsins.

5.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskiveiðiárinu 2019/2020

Málsnúmer 202001028Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur tilkynnt um úthlutun byggðarkvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020.
Ráðuneytið fjallaði um umsókn sveitarfélagsins og úthlutaði byggðakvóta sem hér segir;
Kópasker 20 þorskígildistonn og Raufarhöfn 134 þorskígildistonn.
Lagt fram til kynningar.

6.Umræða um stöðu sjávarútvegs í Norðurþingi

Málsnúmer 202001034Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir óska eftir umræðu um stöðu sjávarútvegs í Norðurþingi, útgerðar, fiskvinnslu, stöðu byggðakvóta sem og framtíðarhorfur greinarinnar.
Undirrituð leggja til að sveitarstjóra verði falið að sækjast eftir auknum byggðakvóta á Kópaskeri og Raufarhöfn. Sérstaklega verði hugað að því fá byggðakvóta á Húsavík sem er enginn.
Greinargerð;
Dregið hefur úr úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu. Árið 2014 hurfu um 60% af aflaheimildum á Húsavík auk þess sem heimaaðilar seldu kvóta frá byggðalaginu. Það þarf að bregðast við því til að tryggja stöðu sjávarútvegs í sveitarfélaginu.


Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason

Byggðarráð samþykkir tillöguna.


7.Hlutafjáraukning í Skúlagarði fasteignafélagi ehf.

Málsnúmer 202001042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ákvörðunartaka vegna aukningar hlutafjár í Skúlagarði fasteignafélagi ehf. Á fund byggðarráðs kemur Tryggvi Finnsson og fer yfir fjárhagsstöðu félagsins.
Byggðarráð þakkar Tryggva fyrir komuna og yfirferðina. Ráðið samþykkir að leggja til aukið hlutafé til Skúlagarðs fasteignafélags ehf., komi til hlutafjáraukningar, í samræmi við eignarhlut sinn og að hann verði óbreyttur að hlutafjáraukningu lokinni.

8.Málefni Deildarár

Málsnúmer 201912116Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, formanni veiðifélags Deildarár þar sem óskað er eftir umræðu í byggðarráði um málefni Deildarár.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir erindið. Málaflokkurinn fellur undir byggðarráð og starfsfólk þess eru sveitar- og fjármálastjóri og er formanni veiðifélagsins bent á að hafa samskipti við þau varðandi málefni veiðifélags Deildarár.

9.Rekstur Norðurþings 2019

Málsnúmer 201904112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur ársins 2019 ásamt yfirliti yfir rekstur málaflokka á árinu 2019.
Lagt fram til kynningar.

10.Fyrirspurn um tvær framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201912094Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur lagt fram fyrirspurn um framkvæmdalega stöðu og fjárhagslegt uppgjör vegna Stangarbakkastígs og slökkvistöðvar.
Heildarbyggingarkostnaður við slökkvistöð er 308.628.998 krónur, þar af er kostnaður við lóð og hönnun 64.554.988 krónur og kostnaður við tilboð byggingaverktaka er 247.374.010 krónur sem er í samræmi við kostnaðaráætlun verksins.
Um áramót eru 7.924.952 krónur ógreiddar.

Heildarkostnaður við framkvæmdir á Stangarbakkastíg er 56.365.087 krónur. Framkvæmdum við fyrsta áfanga er lokið og ekkert útistandandi um áramót.

11.Drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti

Málsnúmer 201912111Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 6. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 877. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2019.
Lagt fram til kynningar.

13.Umsókn um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur (Sölkuveitingar)

Málsnúmer 201912110Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Sölkuveitinga fyrir tímabundnu áfengisleyfi vegna þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur frá kl. 15:00 þann 18. janúar til klukkan 03:00 þann 19. janúar nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

Fundi slitið - kl. 12:37.