Fara í efni

Fyrirspurn um tvær framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201912094

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019

Bergur Elías Ágústsson hefur lagt fram fyrirspurn um verklega og fjárhagslega stöðu framkvæmda við Stangarbakkastíg og byggingu slökkvistöðvar.
Málinu frestað til næsta fundar.

Byggðarráð Norðurþings - 312. fundur - 09.01.2020

Bergur Elías Ágústsson hefur lagt fram fyrirspurn um framkvæmdalega stöðu og fjárhagslegt uppgjör vegna Stangarbakkastígs og slökkvistöðvar.
Heildarbyggingarkostnaður við slökkvistöð er 308.628.998 krónur, þar af er kostnaður við lóð og hönnun 64.554.988 krónur og kostnaður við tilboð byggingaverktaka er 247.374.010 krónur sem er í samræmi við kostnaðaráætlun verksins.
Um áramót eru 7.924.952 krónur ógreiddar.

Heildarkostnaður við framkvæmdir á Stangarbakkastíg er 56.365.087 krónur. Framkvæmdum við fyrsta áfanga er lokið og ekkert útistandandi um áramót.