Fara í efni

Ósk um skýringar vegna ferlis Höfðamáls í stjórnkerfi Norðurþings

Málsnúmer 202001026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 312. fundur - 09.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem óskað er skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018. Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir ferli framkvæmdarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi fyrir næsta fund og óskar eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynni sín svör fyrir byggðarráði.
Byggðarráð vísar erindinu jafnframt til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem óskað er skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi fyrir næsta fund og óskar eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynni sín svör fyrir byggðarráði.
Byggðarráð vísar erindinu jafnframt til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu. Svarbréf framkvæmda- og þjónustufulltrúa, sveitarstjóra og formanns skipulags- og framkvæmdaráðs verður kynnt á næsta fundi byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Á 312. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem hann óskað skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018. Byggðarráð fól sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi og óskaði jafnframt eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynntu sín svör fyrir byggðarráði.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfi í formi vinnuskjals.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Á fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem hann óskað skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018. Byggðarráð fól sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi og óskaði jafnframt eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynntu sín svör fyrir byggðarráði. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur nú fyrir svarbréf frá ofangreindum aðilum til kynningar.
Lagt fram til kynningar.