Fara í efni

Eftirfylgni vegna vatnsrennibrautar á Húsavík.

Málsnúmer 201909027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Í fjárhagsáætlun 2017 og í framkvæmdaáætlun fyrir sama ár var ákveðið að kaupa og setja upp rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Það er mikilvægt að greina verkið m.t.t. til stjórnsýslu og fjármála. Ljóst er að verkið hefur farið umtalsvert mikið fram úr áætlun og mikilvægt að nota þetta verkefni til að læra af því. Sömuleiðis verði kannað og því fylgt eftir í úttektinni hvaða stjórnsýslulegu leið málið fékk og með hvaða hætti.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í nóvember 2018 óskaði undirritaður eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi uppsetningu á vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Þá var ljóst að kostnaður myndi fara nokkuð fram úr áætlun. Þann 12. mars síðastliðinn óskuðu fulltrúar eftir upplýsingum um stöðu mála og lögðu jafnframt til að verkið skyldi taka út. Nefndin samþykkti þá tillögu og að málið yrði tekið fyrir að nýju. Enn hefur ekkert gerst í því máli. Því vill undirritaður nú endurflytja tillögu um að verkið; vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur verði tekið út.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera óháða úttekt á verkinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020

Greinargerð óháðrar úttektar KPMG varðandi stjórnsýslulegar ákvarðanir, fjárfestingar og framkvæmdir í tengslum við uppsetningu vatnsrennibrautar á Húsavík.
Vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur
Í september árið 2018 óskuðu undirritaðir eftir kostnaðarmati og -áætlun fyrir verkið. Í mars árið 2019 lögðu undirritaðir til að verkið yrði tekið út og endurfluttu tillögu sama efnis í september 2019. Niðurstöður úttektar KPMG liggja nú loksins fyrir í upphafi árs 2020.
Ljóst má vera að stjórnsýslu málsins er verulega ábótavant sem og fjárhagslegt utanumhald varðandi undirbúning verksins. Áætlun um heildarkostnað lá ekki fyrir þegar verkið var samþykkt í upphafi né sett á þriggja ára fjárhagsáætlun á þeim tíma. Kostnaðaráætlun var ekki uppfærð við framvindu verksins þegar ljóst var að það myndi fara fram úr upphaflegri áætlun. Vegna ónægs undirbúnings og flumbrugangs myndaðist m.a. kostnaður vegna geymslugjalda og gámaleigu.
Verkið er ekki sett á fjárhagsáætlun 2019 né getið um það í framkvæmdaáætlun 2019 og ekki gerður viðauki við fjárhagsáætlun vegna verksins eins og reglur kveða á um. Ekki var leitað samþykkis sveitarstjórnar vegna útgjalda og fjárfestinga umfram gildandi fjárhagsáætlun. Því er ljóst að farið var á svig við stjórnsýslulög.
Undirbúningur borgar sig og óábyrgt að fara jafnilla með fé úr sameiginlegum sjóðum eins og raun ber vitni. Í lok árs var samþykkt að ráðstafa 13 milljónum króna til verksins. Heildarkostnaður við verkið er rúmlega 65 milljónir króna og er þar ótalinn aukinn rekstrarkostnaður.
Á sama tíma og niðurstaða úttektar liggur fyrir er boðaður niðurskurður við börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Minnihluti skipulags- og framkvæmdaráðs vísar ábyrgð á þessari framkvæmd alfarið á hendur meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings.

Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson


Guðmundur, Kristinn Jóhann og Silja telja jákvætt að gerð hafi verið óháð úttekt og ljóst er að margt sem má að bæta í utanumhaldi og ferlum varðandi framkvæmdir.

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur úttekt KPMG á fjárfestingu í vatnsrennibraut á Húsavík þar sem farið er yfir ferli málsins frá þeim tíma sem ákvörðun um verkefnið var tekin og þar til því var lokið.
Fyrirspurn frá Bergi Elíasi Ágústssyni og Hafrúnu Olgeirsdóttur:

Þess er óskað að úttekt á framkvæmdum við vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur verði lögð fram til kynningar í bæjarráði og skipulags- og framkvæmdaráði ásamt erindisbréfi til úttektaraðila.

Greinargerð:

Á 43 fundi skipulags- og framkvæmdaráðs mál númer 5 (eftirfylgni vegna vatnsrennibrautar á Húsavík, 201909027) afgreitt með eftirfarandi hætti. ?Í fjárhagsáætlun 2017 og í framkvæmdaáætlun fyrir sama ár var ákveðið að kaupa og setja upp rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Það er mikilvægt að greina verkið m.t.t. til stjórnsýslu og fjármála. Ljóst er að verkið hefur farið umtalsvert mikið fram úr áætlun og mikilvægt að nota þetta verkefni til að læra af því. Sömuleiðis verði kannað og því fylgt eftir í úttektinni hvaða stjórnsýslulegu leið málið fékk og með hvaða hætti. Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í nóvember 2018 óskaði undirritaður eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi uppsetningu á vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Þá var ljóst að kostnaður myndi fara nokkuð fram úr áætlun. Þann 12. mars síðastliðinn óskuðu fulltrúar eftir upplýsingum um stöðu mála og lögðu jafnframt til að verkið skyldi taka út. Nefndin samþykkti þá tillögu og að málið yrði tekið fyrir að nýju. Enn hefur ekkert gerst í því máli. Því vill undirritaður nú endurflytja tillögu um að verkið; vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur verði tekið út?. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera óháða úttekt á verkinu.

Bergur Elías Ágústsson, Hafrún Olgeirsdóttir

Lagt fram til kynningar.