Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019
201901117
418.fundargerð Hafnasambandsins lögð fram sem og stefna Vegagerðarinnar 2020-2025.
Lagt fram til kynningar.
2.Innheimta farþegagjalda
201609019
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja samskipti lögfræðings sveitarfélagsins og lögfræðings Gentle Giants - Hvalaferða ehf. vegna innheimtu á ógreiddum farþegagjöldum Gentle Giants - Hvalaferða ehf.
Lagt fram til kynningar.
3.Magna lögmenn f.h. Gentle Giants Hvalaferða ehf. óska eftir afhendingu á efni ásamt öðrum athugasemdum vegna Hafnarstéttar 13.
201912130
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf Magna lögmanna f.h. Gentle Giants Hvalaferða ehf. vegna hleðsluveggjar utan lóðar Hafnarstéttar 13.
Lagt fram.
4.Útboð vegna sorphirðu 2020
202001017
Kynning á núverandi stöðu útboðs á sorphirðu 2020.
Fyrir fundi liggja uppfærð útboðsgögn til kynningar og gróf tímaáætlun.
Fyrir fundi liggja uppfærð útboðsgögn til kynningar og gróf tímaáætlun.
Lagt fram til kynningar.
5.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings
201709113
Nú er íbúasamráði vegna hraðatakmarkana lokið og niðurstöður komnar.
https://nordurthing.betraisland.is/post/22681
https://nordurthing.betraisland.is/post/22681
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum fyrir að taka þátt í íbúakosningu um hraðatakmarkanir. Niðurstöðurnar eru þær að 21 er með tillögunni en 35 á móti. Ráðið samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir auk þess að hámarkshraði á Mararbrautinni frá Uppsalavegi að Garðarsbraut verði 30 km.
6.Varðandi umferðaröryggi í Þverholtinu
202001012
Aðalsteinn Árni Baldursson sendir inn erindi þar sem hann óttast öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Þverholtinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Aðalsteini Árna fyrir erindið. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma fyrir ljósastaur og handriði við gangbraut frá Holtahverfi við Þverholt.
7.Snjómokstur í Reykjahverfi 2019-2020
201911057
Á 53. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs sem haldin var 17. desember 2019, var eftirfarandi bókað: Undanfarið ár hafa starfsmenn Norðurþings verið að endurskoða þjónustu varðandi snjómokstur í Norðurþingi.
Í því felst einnig að hafa meiri yfirsýn yfir snjómokstur í sveitarfélaginu.
Útboð varðandi snjómokstur í Reykjahverfi er liður í þessu ferli.
Ráðið þakkar hverfisráði Reykjahverfis erindið og hefur endurbætt útboðslýsingu þannig að þá ættu starfsmenn Norðurþings að geta kallað til aukamoksturs
þegar þess er þörf á sömu verðum og voru í upphaflegu útboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða hvaða heimreiðar gætu fallið undir helmingamokstur hjá Vegagerðinni.
Einnig mun ráðið setja verklagsreglur varðandi óskir um snjómokstur og taka málið upp aftur á fyrsta fundi árs 2020 þegar niðurstaða útboðs liggur fyrir.
Í því felst einnig að hafa meiri yfirsýn yfir snjómokstur í sveitarfélaginu.
Útboð varðandi snjómokstur í Reykjahverfi er liður í þessu ferli.
Ráðið þakkar hverfisráði Reykjahverfis erindið og hefur endurbætt útboðslýsingu þannig að þá ættu starfsmenn Norðurþings að geta kallað til aukamoksturs
þegar þess er þörf á sömu verðum og voru í upphaflegu útboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða hvaða heimreiðar gætu fallið undir helmingamokstur hjá Vegagerðinni.
Einnig mun ráðið setja verklagsreglur varðandi óskir um snjómokstur og taka málið upp aftur á fyrsta fundi árs 2020 þegar niðurstaða útboðs liggur fyrir.
Í ljósi þess að engin tilboð bárust í snjómokstur í Reykjahverfi þá verði framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ræða við verktaka um snjómokstur í Reykjahverfi út veturinn. Snjómokstur á Húsavík og Reykjahverfi verði boðinn út á sama tíma í vor fyrir veturinn 2020/2021.
8.Götulýsing í Auðbrekku
202001009
Erindi barst frá Bjarka Helgasyni varðandi götulýsingu við Auðbrekku. Þar eru sagðir 14 ljóslausir staurar.
Skipulags- og framkvæmdráð þakkar Bjarka Helgasyni fyrir erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leysa málið.
9.Tilkynning um niðurfellingu hluta Lónsvegar nr. 8878-01 af vegskrá
202001005
Vegagerðin tilkynnir niðurfellingu á hluta Lónsvegar nr. 8878-01 af vegskrá þar sem engar athugasemdir bárust.
Lagt fram til kynningar.
10.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
201809032
Kynning og yfirferð uppgjörs vegna nýbyggingar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð gleðst yfir byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík. Heildarbyggingarkostnaður er krónur 308.628.998,-
11.Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði
201912008
Ósk frá Slökkviliði Norðurþings um fjármögnun vegna smíði aðstöðurýma í nýrri slökkvistöð að Norðurgarði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu.
12.Hönnun Stangarbakkastígs.
201808065
Kynning og yfirferð uppgjörs vegna framkvæmda í tengslum við útivistarsvæði og göngustíg við Stangarbakka.
Skipulags- og framkvæmdaráð gleðst yfir gerð Stangarbakkastígs á Húsavík. Heildarkostnaður við verkið er 56.365.087.- þar af er hlutur sveitarsjóðs 21.783.209.-
Fundi slitið - kl. 16:30.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-12.
Jónas H. Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 4-12.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 4-6.