Fara í efni

Snjómokstur í Reykjahverfi 2019-2020

Málsnúmer 201911057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 51. fundur - 19.11.2019

Gerð hafa verið drög að samningi um snjómokstur í Reykjahverfi sem lögð eru fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til samþykktar.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning um snjómokstur í Reykjahverfi með breytingum sem fela í sér að mokstri heimreiða verði eingöngu sinnt í samræmi við sorphirðudagatal.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Á síðasta fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs voru kynnt drög að samningi um snjómokstur í Reykjahverfi. Nú liggur fyrir uppfærður samningur eftir athugasemdir og ábendingar kjörinna fulltrúa ráðsins og er samningurinn lagður fram til kynningar fyrir útboð.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða út snjómokstur í Reykjahverfi skv. samningi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020

Á 53. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs sem haldin var 17. desember 2019, var eftirfarandi bókað: Undanfarið ár hafa starfsmenn Norðurþings verið að endurskoða þjónustu varðandi snjómokstur í Norðurþingi.
Í því felst einnig að hafa meiri yfirsýn yfir snjómokstur í sveitarfélaginu.
Útboð varðandi snjómokstur í Reykjahverfi er liður í þessu ferli.
Ráðið þakkar hverfisráði Reykjahverfis erindið og hefur endurbætt útboðslýsingu þannig að þá ættu starfsmenn Norðurþings að geta kallað til aukamoksturs
þegar þess er þörf á sömu verðum og voru í upphaflegu útboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða hvaða heimreiðar gætu fallið undir helmingamokstur hjá Vegagerðinni.
Einnig mun ráðið setja verklagsreglur varðandi óskir um snjómokstur og taka málið upp aftur á fyrsta fundi árs 2020 þegar niðurstaða útboðs liggur fyrir.
Í ljósi þess að engin tilboð bárust í snjómokstur í Reykjahverfi þá verði framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ræða við verktaka um snjómokstur í Reykjahverfi út veturinn. Snjómokstur á Húsavík og Reykjahverfi verði boðinn út á sama tíma í vor fyrir veturinn 2020/2021.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að tímabundnum samningi vegna snjómoksturs í Reykjahverfi og er gert ráð fyrir að samningurinn muni gilda út apríl 2020. Óskað er afstöðu ráðsins til fyrirliggja samningsdraga og ákvörðunar um val á verktaka svo hægt sé að ganga frá snjómoksturssamningi í Reykjahverfi hið fyrsta.
Hilmar Kári Þráinsson og Sif Jónsdóttir frá hverfisráði Reykjahverfis sátu fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að verklagsreglurnar sem hér eru framsettar verði bornar undir verktaka sem nú þegar sinnir snjómokstri í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að óska eftir einingaverði í moksturinn fram að útboði sem fyrirhugað er í vor. Niðurstaða verður lögð fyrir ráðið á næsta fundi þess.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020

Á 57. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að verklagsreglurnar sem hér eru framsettar verði bornar undir verktaka sem nú þegar sinnir snjómokstri í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að óska eftir einingaverði í moksturinn fram að útboði sem fyrirhugað er í vor. Niðurstaða verður lögð fyrir ráðið á næsta fundi þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við Fjallasýn ehf um snjómokstur í Reykjahverfi til vors 2020 á grunni þess samnings sem áður hefur verið kynntur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð, lagður er fyrir undirritaður samningur við Fjallasýn ehf. um snjómokstur í Reykjahverfi til vors 2020.
Undirritaður samningur lagður fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.