Fara í efni

Dómsuppsaga í Ássandsmáli

Málsnúmer 201912013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019

Fyrir byggðarráði liggur dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli íslenska ríkisins gegn eigendum lands innan sandgræðslugirðingar á Ássandi.
Kristjá Þór fór yfir niðurstöður dómsins.

Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021

Fyrir byggðarráði liggur dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli íslenska ríkisins gegn eigendum lands innan sandgræðslugirðingar á Ássandi.
Með dómi 3. desember 2019 var aðalsök vísað frá dómi en málið dæmt efnislega í gagnsök. Gagnsakarþáttur málsins var staðfestur með dómi Landsréttar 18. desember 2020 í máli nr. 883/2019. Frávísunarþáttur dómsins var felldur úr gildi með úrskurði Landsréttar 4. febrúar 2020 í máli nr. 15/2020. Var málið endurflutt um aðalsök og dómtekið að nýju 24. febrúar 2021. Dómara þeim sem fór með málið auðnaðist ekki að leggja dóm á það vegna veikinda. Nýr dómari tók við málinu 10. júní sl. Fór aðalmeðferð fram að nýju og var málið dómtekið 8. nóvember 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra, að fara yfir mögulegt framhald málsins í samráði við aðra landeigendur.

Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022

Á 382. fundi byggðarráðs þann 16. desember 2021 var kynnt dómsuppsaga í Ássandsmálinu.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra, að fara yfir mögulegt framhald málsins í samráði við aðra landeigendur.

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá staðgengli sveitarstjóra eftir fund hans með lögfræðingi sveitarfélagins.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og tekur málið aftur til umfjöllunar þegar afstaða stjórnar Orkuveitunnar liggur fyrir.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 227. fundur - 28.01.2022

Á 383. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað um málið:

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og tekur málið aftur til umfjöllunar þegar afstaða stjórnar Orkuveitunnar liggur fyrir.
Orkuveita Húsavíkur er með hitaveituholu á óskiptu landi Bakkajarðar og er búin að verja fjármunum í að rannsaka hana. Mikilvægt er að nýtingarréttur verði tryggður komi til þess að holan verði nýtt í þágu samfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 386. fundur - 03.02.2022

Fyrir byggðarráði liggur afstaða Orkuveitu Húsavíkur. Málið var tekið fyrir á fundi nr. 227 hjá Orkuveitu Húsavíkur þann 28.01.2022. Þar kemur fram að Orkuveita Húsavíkur sé með hitaveituholu á óskiptu landi Bakkajarða og hefur varið fjármunum í að rannsaka hana. Orkuveitan telur mikilvægt að nýtingarréttur verði tryggður komi til þess að holan verði nýtt í þágu samfélagsins.
Byggðarráð er sammála afstöðu Orkuveitu Húsavíkur og felur sveitarstjóra að hefja viðræður um nýtingu eða kaup á óskiptu landi Bakkajarða.