Orkuveita Húsavíkur ohf

227. fundur 28. janúar 2022 kl. 09:00 - 10:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Þjónustusamningur Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings 2020

201911045

Fyrir stjórn Orkuveitu liggur minnisblað frá fjármálastjóra um þjónustusamning milli Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur.
Guðmundur og Sigurgeir leggja fram eftirfarandi bókun.
Út frá tölum sem fram koma í minnisblaði um launa og skrifstofukostnað má sjá að kostnaður Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna launa og skrifstofureksturs hefur haldist svipaður eða heldur lækkað á þeim tíma sem hér er til skoðunar eftir að rammasamningur við Norðurþing tók gildi. Með núverandi fyrirkomulag hefur samlegðaráhrif í rekstri sem hafa bætt skilvirkni og þjónustu við bæði starfsmenn og notendur hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf.

2.Dómsuppsaga í Ássandsmáli

201912013

Á 383. fundi byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað um málið:

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og tekur málið aftur til umfjöllunar þegar afstaða stjórnar Orkuveitunnar liggur fyrir.
Orkuveita Húsavíkur er með hitaveituholu á óskiptu landi Bakkajarðar og er búin að verja fjármunum í að rannsaka hana. Mikilvægt er að nýtingarréttur verði tryggður komi til þess að holan verði nýtt í þágu samfélagsins.

3.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.

202105115

Fyrir stjórn Orkuveitu liggur til kynningar svarbréf sveitarfélagsins til ráðuneytis vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Fráveitutengigjald 2022

202201091

Fyrir stjórn Orkuveitu liggur minnisblað frá rekstrarstjóra um fyrirkomulag innheimtu fráveitutengigjalds.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að hér eftir muni Orkuveita Húsavíkur sjálf innheimta gjald fyrir stofngjald holræsatenginga nýbygginga.

5.Innkaup Orkuveitu Húsavíkur

202201092

Bergur Elías óskar eftir að stjórn Orkuveitu taki málefnalega umræðu um aðild félagsins að rammasamningi. Þess er jafnframt óskað að lagður verið fram listi yfir innkaup, útboð og samninga við lögaðila, nafn og upphæð hvers aðila fyrir árið 2021.
Tekið fyrir.

Fundi slitið - kl. 10:45.