Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

281. fundur 14. febrúar 2019 kl. 08:30 - 09:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess.

Málsnúmer 201901081Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna beiðnar frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni um stjórnsýsluúttekt á undirbúningi og afgreiðslu samkomulags sem gert var um uppgjör á farþegagjöldum eins hvalaskoðunarfyrirtækis 3. apríl 2018 annars vegar og hins vegar vegna kvörtunar Daníels Isebarn Ágústssonar hrl. frá 21. janúar þar sem hann, f.h. Gentle Giants- Hvalaferða ehf. kvartar undan meintri mismunum sveitarfélagsins við afgreiðslu mála er varða hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að umsögn sveitarfélagsins berist ráðuneytinu fyrir 22. febrúar.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201901086Vakta málsnúmer

Á 21. fundi fjölskylduráðs Norðurþings voru samþykktar uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Norðurþings.
Á fundi ráðsins var bókað:
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Sala eigna: Grundargarður 6 íbúð 301

Málsnúmer 201901043Vakta málsnúmer

Á 16. fundi Skipulags og framkvæmdaráðs 27. nóvember 2018 var samþykkt beiðni leigjanda um að kaupa íbúð Norðurþings að Grundargarði 6 að undangengnu verðmati tveggja fasteignasala. Söluverð er ákveðið út frá meðaltali verðmats fasteignasalanna.
Fyrir Byggðarráði liggur að taka afstöðu til þessa söluverðs áður en gengið er til samninga við leigjanda.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eignin verði seld. Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að grunngögn er varða eignina liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin.

4.Beiðni um kaup á einbýlishúsi í eigu Norðurþings

Málsnúmer 201901039Vakta málsnúmer

Á 280. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að kanna afstöðu ríkisins til sölu fasteignar sem staðsett er í Lundi sem er í 75% eigu ríkisins. Var afgreiðslu málsins frestað þar til sú afstaða lægi fyrir.
Byggðarráð telur rétt að eignin verði seld en áður en af sölu getur orðið þurfa að liggja fyrir upplýsingar um lóðarstærð, eignarhald og kvaðir á lóð. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn.

5.Afstaða til forkaupsréttar á Hrísateig 1, 640 Húsavík

Málsnúmer 201902052Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Miðlun Fasteignasölu ehf. vegna forkaupsréttar sveitarfélagsins á fasteigninni Hrísateig 1, 641 Húsavík.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á eigninni.

6.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2019

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 8. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 14. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um styrk - Karlakórinn Hreimur

Málsnúmer 201902026Vakta málsnúmer

Karlakórinn Hreimur óskar eftir styrk til útgáfu söngskrár karlakórsins árið 2019.
Byggðarráð samþykkir að kaupa auglýsingu í söngskránni fyrir 40.000 krónur.

8.Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.

Málsnúmer 201902018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði þar sem boðin er aðstoð og þjónusta vegna styttingar vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins s.s. með því að koma fram á opnum umræðu- og kynningarfundum.
Lagt fram til kynningar.

9.Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins.

Málsnúmer 201902048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum og/eða framboðum til stjórnar og varastjórnar sjóðsins. Óskað er eftir að að tilnefningar og/eða framboð berist í síðasta lagi kl. 12:00 mánudaginn 4. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra, 495. mál.

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Óskað er eftir að umagnir berist eigi síðar en 27. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.