Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

314. fundur 30. janúar 2020 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Helena Eydís Ingólfsdóttir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Silja Jóhannesdóttir varaformaður byggðarráðs stýrði fundi.

1.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909091Vakta málsnúmer

Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í árlegum spurningavagni Gallup um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Könnunin fór fram í nóvember og desember 2019 og liggja niðurstöður nú fyrir byggðarráði.
Lagt fram til kynningar, könnunin verður birt á heimasíðu Norðurþings.

2.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess.

Málsnúmer 201901081Vakta málsnúmer

Með erindum Guðbjarts Ellerts Jónssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi dagsett 20. desember 2018 og Daníels Isebarn Ágústssonar lögmanns, f.h. Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. dagsett 21. janúar 2019, var óskað eftir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tæki stjórnsýslu sveitarfélagsins Norðurþings til formlegrar umfjöllunar sbr. 109. og 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fólu erindin m.a. í sér kvörtun vegna samkomulags sveitarfélagsins við hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursiglingu ehf. um uppgjör á greiðslu farþegagjalda á tímabilinu 2015-2018. Óskaði ráðuneytið eftir umsögn sveitarfélagsins vegna málsins ásamt því að kvartendum var veitt færi á að veita sína umsögn um skýringar sveitarfélagsins.
Lauk málinu með tveimur bréfum ráðuneytisins dagsettum 26. júní 2019. Taldi ráðuneytið að ekki væri nægilegt tilefni til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins er varðaði umrætt samkomulag, til formlegrar umfjöllunar, sbr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga.
Með erindi umboðsmanns Alþingis til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 25. október sl. óskaði umboðsmaður eftir frekari skýringum á tilteknum atriðum í niðurstöðu ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur nú tekið umrætt mál aftur til umfjöllunar og telur ekki ástæðu til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til frekari umfjöllunar og telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

Bergur Elías Ágústsson, leggur fram eftirfarandi bókun:
Eins og fram kemur í svarbréfi ráðuneytisins sem telur 11 blaðsíður kemur m.a. fram að sveitarfélagið hafi í veiga miklum þáttum ekki sýnt af sér góða stjórnsýsluhætti. Ekki verður litið fram hjá því að ráðuneytið bendir á í sinni niðurstöðu að framkvæmd sveitarfélagins hafi ekki verið í samræmi við megin reglu stjórnsýsluréttar. Vegna þess hvað þetta mál hefur dregist á langinn er það ein af ástæðum að ekki verði farið í frekari aðgerðir.

Eins og ljóst er þá hafði Umboðsmaður Alþingis aðkomu að þessu máli en þó svo að ráðuneytið hafi nú lokið sinni endurskoðun er málinu ekki þar með lokið enda er það enn til meðferðar hjá embætti hans.

3.Samantekt vegna aftakaveðurs 10. - 12. desember 2019

Málsnúmer 202001133Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að greinargerð SSNE, sem unnin er upp úr gögnum frá sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna, vegna aftakaveðurs sem gekk yfir Norðurland eystra 10. - 12. desember 2019.
Lagt fram til kynningar.

4.Erindi Bakkakróks til Norðurþings vegna Bakkavegs 4

Málsnúmer 202001131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi Bakkakróks ehf. varðandi lóðina að Bakkavegi 4. Annars vegar er um að ræða ósk um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar og hins vegar er óskað eftir fundi til að gera samkomulag um lagningu bráðabirgðavegar inn á lóðina, væntanlega frá núverandi vegi að verksmiðju PCC og áfram í vestur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum Bakkakróks ehf. og fulltrúum skipulags- og framkvæmdaráðs og byggðarráðs. Einnig felur ráðið sveitarstjóra að funda áfram um vegalagningu á Bakka með fulltrúum viðeigandi ráðuneyta.

5.Byggðakvóti í Norðurþingi

Málsnúmer 202001139Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði er staða og þróun úthlutunar byggðarkvóta í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að framtíð byggðarkvótakerfisins verður rædd á alþingi á næstunni í tengslum við skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á byggðakvótakerfinu. Til grundvallar umræðunni er skýrsla starfshópsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir kynningu frá formanni starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á uppfærðri skýrslu hópsins, sem er í vinnslu.

Tengil á eldri skýrslu má finna hér:
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=f13ff645-67da-11e7-941c-005056bc530c

6.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - nýr framkvæmdastjóri

Málsnúmer 202001104Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE um ráðningu Eyþórs Björnssonar í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna.
Lagt fram til kynningar.

7.Samfellt þjónustukort fyrir Ísland

Málsnúmer 202001098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi Byggðastofnunar varðandi smíði gagnvirks yfirlitskorts með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Markmiðið er að upplýsingar um þá þjónustu sem er fyrir hendi um land allt verði aðgengilegri og áreiðanlegri en nú er.
Norðurþingi býðst samstarf í verkefninu án endurgjalds.
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið.

8.Byggðaáætlun - Náttúruvernd og efling byggða

Málsnúmer 202001130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE vegna byggðaáætlunar-náttúruvernd og efling byggða. SSNE óskar eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir þann lið byggðaáætlunarinnar.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

9.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 202001135Vakta málsnúmer

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun minnir á að skila skuli uppfærðum húnæðisáætlunum til stofnunarinnar eigi síðar en 1. mars ár hvert. Stofnunin bendir á að þörf sé á uppfærslu eða viðbótum á upplýsingum um framboð leiguhúsnæðis og stöðu biðlista eftir leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og að fara þurfi heildstætt yfir húsnæðisáætlunina og uppfæra þær upplýsingar sem hafa tekið breytingum frá síðustu útgáfu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra húsnæðisáætlun Norðurþings.

10.Upplýsandi skýrslur frá Þekkingarneti Þingeyinga

Málsnúmer 202001116Vakta málsnúmer

Þekkingarnet Þingeyinga hefur gefið út þrjár skýrslur sem hagnýta má til grundvallar stefnumörkun og ákvarðanatöku á ýmsum sviðum. Skýrslurnar eru; samantekt á mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 2010-2019, niðurstöður viðhorfsrannsóknar um búsetugæði í Þingeyjarsýslum árið 2018 og samanburður við hliðstæða könnun frá 2009 og sú þriðja fjallar um niðurstöður rannsóknar um svæðisbundna stýringu hafsvæða með Skjálfanda sem raundæmi.
Þekkingarnetið býður upp á frekari kynningar á þessum skýrslum ef áhugi er á.
Lagt fram til kynningar.

11.Æfum alla ævi - skýrsla um HSÞ

Málsnúmer 202001117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til upplýsingar og kynningar skýrsla Héraðssambands Þingeyinga um starf og stöðu HSÞ og aðildarfélaga þess. Í skýrslunni er farið yfir stöðu og starf aðildarfélaganna ásamt þeim tækifærum og ógnunum sem eru innan héraðs. Þar koma fram ýmsir þættir sem HSÞ telur að hægt sé að bæta með sameiginlegu átaki og þannig bæta heildarstarf íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu.
Byggðarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í fjölskylduráði og hvetur ráðið til að fjalla sérstaklega um aðgengi allra barna að íþróttastarfi á starfssvæði HSÞ.

12.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

Málsnúmer 202001140Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Brú lífeyrissjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Einnig er meðfylgjandi bréf tryggingarstærðfræðings þar sem tilkynnt er að niðurstaða hans sé að nauðsynlegt sé að hækka endurgreiðsluhlutfallið úr 0,69 í 0,71.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins þarf sveitarstjórn að ákveða endurgreiðsluhlutfallið að fenginni tillögu tryggingastærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Byggðarráð leggur til að erindið verði samþykkt og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.

13.Aðalfundur Húsavíkurstofu 2020

Málsnúmer 202001127Vakta málsnúmer

Aðalfundur Húsavíkurstofu verður haldinn 4. febrúar næstkomandi. Norðurþing hefur undanfarið ár haft tvo fulltrúa í stjórn, þau Silju Jóhannesdóttur og Berg Elías Ágústsson. Byggðaráð þarf að taka afstöðu til þess hvaða fulltrúar sitji fyrir hönd sveitarfélagsins í stjórn Húsavíkurstofu 2020-2021.
Byggðarráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttur og Heiðar Hrafn Halldórsson í stjórn Húsavíkurstofu tímabilið 2020-2021.

14.Aðalfundur Norðurhjara 2020

Málsnúmer 202001108Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Norðurhjara fimmtudagskvöldið 6. febrúar nk. kl. 20:00 í Gistihúsinu Grásteini.
Lagt fram til kynningar.

15.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 11. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 22. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Hverfisráð Reykjahverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 9. desember 2019.
Umræður um snjómokstur hafa farið fram inni í skipulags- og framkvæmdaráði og á íbúafundi í Reykjahverfi á þriðjudaginn var. Málið er í ferli innan stjórnkerfisins og verður unnið áfram af skipulags- og framkvæmdaráði sem verður í samráði við hverfisráð Reykjahverfis.

17.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfi fyrir þorrablót á Raufarhöfn

Málsnúmer 202001090Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar þorrablótsnefndar Raufarhafnar um tækifærisleyfi í tilefni þorrablóts í Hnitbjörgum frá kl. 23:00 þann 8. febrúar til kl. 03:00 þann 9. febrúar.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

18.Karlakórinn Hreimur - umsókn um styrk

Málsnúmer 202001132Vakta málsnúmer

Karlakórinn Hreimur óskar eftir framlagi í formi kaupa á auglýsingu eða styrktarlínu í söngskrá ársins 2020.
Byggðarráð samþykkir að kaupa auglýsingu að fjárhæð 40.000 krónur.

19.XXXV Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202001101Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til XXXV. landsþings Sambandsins þann 26. mars nk.
Aðalmenn Norðurþings á landsþinginu eru Silja Jóhannesdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Helena Eydís Ingólfsdóttir. Varamenn eru Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Kristján Þór Magnússon og Hafrún Olgeirsdóttir.

20.Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.

Málsnúmer 202001129Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.