Fara í efni

Samfellt þjónustukort fyrir Ísland

Málsnúmer 202001098

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur erindi Byggðastofnunar varðandi smíði gagnvirks yfirlitskorts með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Markmiðið er að upplýsingar um þá þjónustu sem er fyrir hendi um land allt verði aðgengilegri og áreiðanlegri en nú er.
Norðurþingi býðst samstarf í verkefninu án endurgjalds.
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að skrifa undir samkomulagið.