Fara í efni

Hverfisráð Reykjahverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 28. október s.l.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir umsögn sína varðandi framtíðarfyrirkomulag reksturs og eignarhalds á Heiðarbæ.
Byggðarráð vísar liðum númer 2 og 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Á 308. fundi byggðarráðs var tekið fyrir ofangreint erindi. Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð þakkar hverfisráði Reykjahverfis fyrir umsögn sína varðandi framtíðarfyrirkomulag reksturs og eignarhalds á Heiðarbæ.
Byggðarráð vísar liðum númer 2 og 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar."
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur kynnt sér fyrirkomulag snjómoksturs víðsvegar og hefur á þeim forsendum ákveðið að samræma fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli í Norðurþingi.

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki í hyggju að leggja göngu- og hjólreiðastíg samhliða lagningu nýrrar hitaveitulagnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

María Svanþrúður Jónsdóttir og Hilmar Kári Þráinsson frá Hverfisráði Reykjahverfis mættu á fundinn til að ræða fyrirkomulag snjómoksturs í Reykjahverfi.
Undanfarið ár hafa starfsmenn Norðurþings verið að endurskoða þjónustu varðandi snjómokstur í Norðurþingi.
Í því felst einnig að hafa meiri yfirsýn yfir snjómokstur í sveitarfélaginu.
Útboð varðandi snjómokstur í Reykjahverfi er liður í þessu ferli.
Ráðið þakkar hverfisráði erindið og hefur endurbætt útboðslýsingu þannig að þá ættu starfsmenn Norðurþings að geta kallað til aukamoksturs
þegar þess er þörf á sömu verðum og voru í upphaflegu útboði.

Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða hvaða heimreiðar gætu fallið undir helmingamokstur hjá Vegagerðinni.
Einnig mun ráðið setja verklagsreglur varðandi óskir um snjómokstur og taka málið upp aftur á fyrsta fundi árs 2020 þegar niðurstaða útboðs liggur fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 9. desember 2019.
Umræður um snjómokstur hafa farið fram inni í skipulags- og framkvæmdaráði og á íbúafundi í Reykjahverfi á þriðjudaginn var. Málið er í ferli innan stjórnkerfisins og verður unnið áfram af skipulags- og framkvæmdaráði sem verður í samráði við hverfisráð Reykjahverfis.

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir hverfisráðs Reykjahverfis frá 21. janúar 2020 og 16. mars 2021, auk fundargerðar frá íbúafundi í Reykjahverfi þann 28. janúar 2020.
Lið númer 4 hefur verið svarað í fundargerð 216. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 18. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.