Fara í efni

Byggðakvóti í Norðurþingi

Málsnúmer 202001139

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Til umræðu í byggðarráði er staða og þróun úthlutunar byggðarkvóta í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að framtíð byggðarkvótakerfisins verður rædd á alþingi á næstunni í tengslum við skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á byggðakvótakerfinu. Til grundvallar umræðunni er skýrsla starfshópsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir kynningu frá formanni starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á uppfærðri skýrslu hópsins, sem er í vinnslu.

Tengil á eldri skýrslu má finna hér:
https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=f13ff645-67da-11e7-941c-005056bc530c

Byggðarráð Norðurþings - 319. fundur - 05.03.2020

Á fund byggðarráðs, í gegnum fjarfundabúnað, kemur Þóroddur Bjarnason prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og fjallar um nýútkomna skýrslu um framtíð byggðarkvótakerfisins. Þóroddur var formaður starfshóps sem skipaður var af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir.
Byggðarráð þakkar Þóroddi Bjarnasyni fyrir greinargóða yfirferð á nýútkominni skýrslu um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu;
Norðurþing sæki um sértækan byggðarkvóti fyrir Kópasker í tengslum við verkefnið Öxarfjörður í sókn. Kópasker uppfyllir öll skilyrði um sértækan byggðakvóta samkvæmt reglugerð nr. 643/2016. Þau sjö skilyrði sem þurfa að vera til staðar eru uppfyllt.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna umsókn í samstarfi við stjórn Öxarfjarðar í sókn um sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker. Umsóknin verði lögð fyrir byggðarráð til umræðu og afgreiðslu.

Byggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020

Á 319. fund byggðarráðs þann 5. mars sl. kom Þóroddur Bjarnason prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og fjallaði um nýútkomna skýrslu um framtíð byggðarkvótakerfisins. Þóroddur var formaður starfshóps sem skipaður var af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir. Fyrir byggðarráði liggur til umræðu minnisblað frá sveitarstjóra um stöðuna á byggðarkvótamálum í sveitarfélaginu.

Á fundinum var bókað;
Byggðarráð þakkar Þóroddi Bjarnasyni fyrir greinargóða yfirferð á nýútkominni skýrslu um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu;
Norðurþing sæki um sértækan byggðarkvóti fyrir Kópasker í tengslum við verkefnið Öxarfjörður í sókn. Kópasker uppfyllir öll skilyrði um sértækan byggðakvóta samkvæmt reglugerð nr. 643/2016. Þau sjö skilyrði sem þurfa að vera til staðar eru uppfyllt.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna umsókn í samstarfi við stjórn Öxarfjarðar í sókn um sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker. Umsóknin verði lögð fyrir byggðarráð til umræðu og afgreiðslu.
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra um sértækan byggðakvóta og felur ráðið honum að vinna áfram að umsókn.

Byggðarráð Norðurþings - 328. fundur - 28.05.2020

Til umræðu í byggðarráði eru drög að bréfi til Byggðastofnunar um ósk sveitarfélagsins um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á fiskveiðiárinu 2020/2021
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessu mál vegna setu sinnar sem varamaður í stjórn Byggðastofnunnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi erindi til Byggðastofnunnar og afrit á starfshóp Brotthættra byggða - verkefnastjórn Öxarfjarðar í sókn.

Byggðarráð Norðurþings - 341. fundur - 08.10.2020

Borist hefur svarbréf Byggðastofnunar vegna óskar um samstarf um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á grundvelli byggðaátaksverkefnisins Brothættar byggðir, Öxarfjörður í sókn.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi bókun;
Í maí fyrr á þessu ári óskaði sveitarfélagið Norðurþing eftir úthlutun á sértækum byggðakvóta til Kópaskers á grundvelli byggðaátaksverkefnisins Brothættar byggðir, Öxarfjörður í sókn til Byggðastofnunar. Fyrst nú, 7. október berst sveitarfélaginu svar við ósk sinni þar sem erindinu er hafnað.
Hlutdeild Kópaskers í almennum byggðarkvóta hefur verið 22 tonn, síðastliðin 3 ár. Tíu ár þar áður var hlutdeild Kópaskers 39 tonn í almennum byggðakvóta. Kópasker hefur aldrei fengið hlutdeild í sértækum byggðakvóta. Engin línuívilnun er á Kópaskeri.
Í bréfi Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin muni taka málið upp við ráðherra um aukið aflamark. Það er jákvætt. Forsvarsmenn sveitarfélagsins, þingmenn og ráðherrar þurfa að beita sér í málinu.

Í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar ? græns framboðs segir: „Mikilvægt er að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir og viðhalda fjölbreytni í vaxtarmöguleikum til að tryggja afkomuöryggi þeirra“. Byggðastofnun hefur verið falið að skilgreina hugtakið sjávarbyggð. Mikill fjöldi lítilla sjávarþorpa og dreifing þeirra um landið á sér rætur í eftirsóknarverðri nálægð við fengsæl fiskimið og mikilvægi strandsiglinga í samgöngum og verslun á fyrri hluta 20. aldar.

Byggðastofnun kom að úthlutun sértæks byggðakvóta á Raufarhöfn enda þá hluti af verkefninu Brothættar byggðir. Kópasker/Öxarfjörður er nú hluti af verkefninu Brothættar byggðir en ekki hefur tekist að skapa fjölbreytni eða vaxtarmöguleika í sjávarútvegi á Kópaskeri. Engin regluleg fiskvinnsla er á Kópaskeri. Til þess vantar kvóta. Úthlutun kvóta, forsendur og aflamark í bæði almenna byggðakvótakerfinu og sértæku úthlutunni er mannanna verk og nú þarf kjark til að úthluta kvóta á Kópaskeri með öllum tiltækum ráðum. Ítarlegri umfjöllun um sjávarbyggðir þar sem fjallað er um jákvæða þróun á verkefninu Brothættar byggðir, mikilvægi sjávarútvegs o.fl. má lesa í minnisblaði forstjóra Byggðastofnunar síðan 6. júní 2019 til samgönguráðherra.

Byggðarráð tekur undir bókunina.