Fara í efni

Æfum alla ævi - skýrsla um HSÞ

Málsnúmer 202001117

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Fyrir byggðarráði liggur til upplýsingar og kynningar skýrsla Héraðssambands Þingeyinga um starf og stöðu HSÞ og aðildarfélaga þess. Í skýrslunni er farið yfir stöðu og starf aðildarfélaganna ásamt þeim tækifærum og ógnunum sem eru innan héraðs. Þar koma fram ýmsir þættir sem HSÞ telur að hægt sé að bæta með sameiginlegu átaki og þannig bæta heildarstarf íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu.
Byggðarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í fjölskylduráði og hvetur ráðið til að fjalla sérstaklega um aðgengi allra barna að íþróttastarfi á starfssvæði HSÞ.

Fjölskylduráð - 55. fundur - 10.02.2020

Á 314. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í fjölskylduráði og hvetur ráðið til að fjalla sérstaklega um aðgengi allra barna að íþróttastarfi á starfssvæði HSÞ.
Fjölskylduráð fjallaði um skýrslu HSÞ og sérstaklega um aðgengi allra barna að íþróttastarfi á starfsvæði HSÞ.
Ráðið hvetur öll hverfisráð í Norðuþingi að taka málið upp í samræðum við íbúa og nærliggjandi íþróttafélög. Ráðið telur mikilvægt að frumkvæði komi frá nærsamfélaginu og óskar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi aðgengi allra barna til íþróttaiðkunar.

Gildandi eru samstarfssamningar við virk íþróttafélög í Norðurþingi og má finna þá á vef Norðurþings https://www.nordurthing.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/ithrottir