Fara í efni

Aðalfundur Húsavíkurstofu 2020

Málsnúmer 202001127

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020

Aðalfundur Húsavíkurstofu verður haldinn 4. febrúar næstkomandi. Norðurþing hefur undanfarið ár haft tvo fulltrúa í stjórn, þau Silju Jóhannesdóttur og Berg Elías Ágústsson. Byggðaráð þarf að taka afstöðu til þess hvaða fulltrúar sitji fyrir hönd sveitarfélagsins í stjórn Húsavíkurstofu 2020-2021.
Byggðarráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttur og Heiðar Hrafn Halldórsson í stjórn Húsavíkurstofu tímabilið 2020-2021.

Byggðarráð Norðurþings - 319. fundur - 05.03.2020

Á fund byggðarráðs koma þeir Sigurjón Steinsson stjórnarformaður Húsavíkurstofu og Heiðar Hrafn Halldórsson verkefnisstjóri og fara yfir ársreikning stofunnar fyrir árið 2019 auk þess að kynna áherslur Húsavíkurstofu á nýju starfsári.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:40.

Byggðarráð þakkar þeim Heiðari og Sigurjóni fyrir komuna en einnig kom til fundarins Hinrik Wöhler nýráðinn forstöðumaður Húsavíkurstofu.