Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

279. fundur 31. janúar 2019 kl. 08:30 - 11:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi og framtíðarsýn Saltvíkur ehf.

Málsnúmer 201901105Vakta málsnúmer

Bjarni Páll Vilhjálmsson kemur á fund byggðarráðs og ræðir starfsemi og framtíðarsýn Saltvíkur ehf. m.a. í framhaldi af umræðum í skipulags- og framkvæmdaráði um breytt fyrirkomulag varðandi leigu á beitarhólfum og eftirfylgni með umhirðu þeirra.



Byggðarráð þakkar Bjarna Páli fyrir kynninguna.

2.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar umsagnar sveitarfélagsins vegna erinda varðandi starfshætti þess.

Málsnúmer 201901081Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna tveggja erinda sem borist hafa ráðuneytinu varðandi starfshætti Norðurþings í málefnum hvalaskoðunarfyrirtækja sem starfrækt eru á Húsavík. Annars vegar er um að ræða beiðni Guðbjarts Ellerts Jónssonar, sveitarstjórnarmanns í sveitarstjórn Norðurþings, frá 20. desember s.l. um stjórnsýsluúttekt á undirbúningi og afgreiðslu samkomulags sem gert var um uppgjör á farþegagjöldum eins fyrirtækis 3. apríl s.l. Hins vegar er það kvörtun Daníels Isebarn Ágústssonar hrl. frá 21. þ.m. þar sem hann, f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf., kvartar undan meintri mismunun sveitarfélagsins við afgreiðslu mála er varða hvalaskoðunarfyrirtækin.
Óskað er eftir að umsögn sveitarfélagsins berist ráðuneytinu eigi síðar en föstudaginn 22. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að umsögn um málið og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

3.Málefni Skúlagarðs

Málsnúmer 201704036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að lánasamningi vegna hluthafaláns Norðurþings til Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. samanber bókun á 277. fundi byggðarráðs þann 10. janúar s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi drög að lánasamningi.

4.Ássandur í Kelduhverfi - Stefnubirting

Málsnúmer 201711039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að dómsátt í máli Ríkissjóðs Íslands gegn Norðurþingi vegna landsvæðis á Ássandi.
Garðar Garðarsson lögmaður var í síma undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Fyrir liggur að aðrir landeigendur hafa hafnað framlagðri dómsátt og mun því ekki af henni verða. Norðurþing sem landeigandi getur ekki fallist á dómsáttina og felur lögfræðingi sveitarfélagsins að gæta áfram hagsmuna þess.

5.Tónkvíslin 2019.

Málsnúmer 201901058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um auglýsingakaup vegna tónlistarviðburðarins Tónkvíslin 2019.



Byggðarráð samþykkir að kaupa auglýsingapakka númer 2 að fjárhæð 150.000 krónur.

6.Álaborgarleikarnir sumarið 2019

Málsnúmer 201810146Vakta málsnúmer

Álaborgarleikarnir verða haldnir 30. júlí til 4. ágúst n.k. og af því tilefni er tveimur aðilum úr stjórnsýslu sveitarfélagsins boðið í opinbera heimsókn á tímabilinu 1. - 4. ágúst. Skráningu skal vera lokið fyrir 1.febrúar.

Formaður byggðarráðs leggur til að sveitarstjóri og formaður byggðarráðs þiggi boðið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

7.Opnað fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 201901068Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða og er umsóknarfrestur til 14. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 315. fundar stjórnar Eyþings frá 11. desember 2018.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Eyþings 2019-2020

Málsnúmer 201901067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 316. fundar stjórnar Eyþings frá 8. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

10.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 21. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir framkvæmdastjórnar HNÞ 2018-2019

Málsnúmer 201901107Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 11. og 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga frá 26. nóvember 2018 og 14. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

12.Áfangastaðaáætlun DMP

Málsnúmer 201807013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi áfangastaðaáætlanir.
Lagt fram til kynningar.

13.XXXIII Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201901100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXIII. landsþings Sambandsins þann 29. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

14.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 201810025Vakta málsnúmer

Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í þjónustukönnun á Gallup í nóvember og desember 2018. Niðurstöður þeirrar könnunnar liggja nú fyrir og eru lagðir fram í byggðarráði.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi bókun:

Alls tóku 152 íbúar, 18 ára og eldri þátt í könnuninni. Almenn ánægja er með þjónustu grunn- og leikskóla sveitarfélagsins líkt og fyrri ár og yfir 80% svarenda eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Niðurstöður gefa vísbendingar um það hvar fólki þykir sveitarfélagið geta gert betur m.v. árið í fyrra enda er alltaf hægt að gera betur á einhverjum sviðum. Frá því könnunin var gerð hefur sveitarstjórn tekið mikilvægar ákvarðanir sem eru skref í jákvæða átt s.s. ákvörðun um ráðningu fjölmenningarfulltrúa, hækkun frístundastyrks barna og ungmenna, ákvörðun um að vinna nýtt aðalskipulag sem og umhverfisstefnu og ekki hvað síst nýr og stærri rekstrarsamningur við íþróttafélagið Völsung.

Helena Eydís og Silja taka undir bókunina.

Bergur Elías óskar bókað:
Tel mikilvægt að könnunin í heild sinni verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins þannig að íbúar sveitarfélagsins geti kynnt sér þróun og upplifun íbúa á hinum ýmsu málaflokka í starfsemi sveitarfélagsins s.l. fimm ár.

15.Umræður um atvinnumál

Málsnúmer 201901106Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðu um atvinnumál.
Byggðarráð fjallaði almennt um atvinnumál í Norðurþingi og verður málið tekið aftur upp á síðari stigum.

Fundi slitið - kl. 11:25.