Fara í efni

Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 201810025

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 267. fundur - 09.10.2018

Árlegur spurningavagn Gallup um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi er að fara af staða. Fyrir byggðarráði liggur tilboð um aðgang að þjónustukönnuninni, sem reynst hefur ágætt tæki til að fá mælingu á ýmsu er snýr að þjónustu sveitarfélagsins og samanburð við önnur sveitarfélög í þeim efnum.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í spurningavagni Gallup.

Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019

Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í þjónustukönnun á Gallup í nóvember og desember 2018. Niðurstöður þeirrar könnunnar liggja nú fyrir og eru lagðir fram í byggðarráði.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi bókun:

Alls tóku 152 íbúar, 18 ára og eldri þátt í könnuninni. Almenn ánægja er með þjónustu grunn- og leikskóla sveitarfélagsins líkt og fyrri ár og yfir 80% svarenda eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Niðurstöður gefa vísbendingar um það hvar fólki þykir sveitarfélagið geta gert betur m.v. árið í fyrra enda er alltaf hægt að gera betur á einhverjum sviðum. Frá því könnunin var gerð hefur sveitarstjórn tekið mikilvægar ákvarðanir sem eru skref í jákvæða átt s.s. ákvörðun um ráðningu fjölmenningarfulltrúa, hækkun frístundastyrks barna og ungmenna, ákvörðun um að vinna nýtt aðalskipulag sem og umhverfisstefnu og ekki hvað síst nýr og stærri rekstrarsamningur við íþróttafélagið Völsung.

Helena Eydís og Silja taka undir bókunina.

Bergur Elías óskar bókað:
Tel mikilvægt að könnunin í heild sinni verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins þannig að íbúar sveitarfélagsins geti kynnt sér þróun og upplifun íbúa á hinum ýmsu málaflokka í starfsemi sveitarfélagsins s.l. fimm ár.

Sveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019

Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í þjónustukönnun á Gallup í nóvember og desember 2018. Niðurstöður þeirrar könnunnar liggja nú fyrir og eru lagðir fram í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Kolbrún Ada og Bergur.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 24. fundur - 26.02.2019

Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í þjónustukönnun á Gallup í nóvember og desember 2018. Niðurstöður þeirrar könnunnar liggja nú fyrir og eru lagðir fram í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 24. fundur - 26.02.2019

Lagt er fram niðurstaða Gallupkönnunar - Þjónusta sveitarfélag 2018.
Sviðstjórar á fjölskyldusviði fóru yfir niðurstöðu Gallupkönnunar - Þjónusta sveitarfélag 2018.