Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019
201901117
Fyrir fundinum liggur 410. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
2.Þjónustu dráttarbáta
201902093
Til kynningar: Drög að samningi við Hafnasamlag Norðurlands um þjónustu dráttarbáta.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að ganga frá samningnum og leggja fyrir ráðið að nýju.
3.Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík
201902065
FaktaBygg óskar umsagnar um mögulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5 vegna uppbyggingar tveggja fjórbýlishúsa að Grundargarði 2 og 5 íbúða raðhúss að Ásgarðsvegi 27. Fyrir liggja rissmyndir af hönnun húsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið í breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Ráðið telur þó ekki að tillaga að skipulagi lóðar að Grundargarði 2 sé ásættanleg gagnvart lóðum að Grundargarði 4 og 6 og telur því að leita þurfi annarrar lausnar þar.
4.Sýslumaðurinn á norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Gamla Bauk
201902063
Óskað er umsagnar um veitingu rekstrarleyfis til Norðanmatar ehf vegna veitingastaðar í flokki III að Hafnarstétt 9.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.
5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstarleyfi vegna Hótels Skúlagarðs
201902061
Óskað er umsagnar um veitingu rekstarleyfis til Árdals ehf vegna reksturs gististaðar með áfengisveitingum (fl. IV) í Skúlagarði
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.
6.Hildur Óladóttir sækir um byggingarleyfi fyrir baðhúsi að Bakkagötu 3, Kópaskeri
201902060
Óskað er byggingarleyfis fyrir 24 m² baðhúsi á einni hæð á lóð Mela að Bakkagötu 3 á Kópaskeri. Fyrir liggur teikning unnin af Lárusi Ragnarssyni byggingarfræðingi BFÍ. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir heilbrigðiseftirlits og eldvarnareftirlits. Ennfremur liggja fyrir jákvæðar umsagnir lóðarhafa að Bakkagötu 2 og 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.
7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Útgarði 6-8
201812085
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingaráform fyrir 18 íbúða fjölbýlishúsi að Útgarði 6-8. Aðalteikningar voru kynntar nefndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við þessa afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.
8.Umsókn um sameiningu lóða Garðarsbraut 15 og Ketilsbraut 18.
201902084
Lóðarhafar að Garðarsbraut 15 og Ketilsbraut 18 óska eftir að lóðirnar verði sameinaðar og gefinn út lóðarleigusamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðaruppdráttar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðaruppdráttar.
9.Handverkshópurinn Heimöx óskar eftir stöðuleyfi fyrir söluhúsi.
201902080
Heimöx óskar eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir 23 m² bjálkahúsi vestan við gamla íbúðarhúsið í Ásbyrgi. Fyrir liggja rissmyndir af húsi og afstöðu. Ennfremur liggur fyrir samþykki þjóðgarðsvarðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
10.Umsókn um áframhaldandi rekstrarleyfi fyrir gistingu í Áin gistiheimili.
201901073
Óskað er eftir framlengingu til tveggja ára til að reka gistisölu í gistiheimilinu Ánni í landi Krossdals í Kelduhverfi. Fyrir liggur að húsið hefur ekki verið byggt upp skv. ákvæðum deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki ásættanlegt að húsið verði nýtt áfram fyrr en komið er þak á það og það málað til samræmis við samþykkt deiliskipulag og byggingarleyfi. Ráðið hefur áður veitt undanþágu vegna útgáfu rekstrarleyfis og telur sér ekki fært að gera það aftur.
11.Ósk um samþykki lóðarstofnunar fyrir atvinnustarfsemi út úr landi Tóveggjar
201901087
Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 1.500 m² lóðar úr landi Tóveggjar í Kelduhverfi. Fyrir liggur rissmynd af lóð sem og teikningar af fyrirhugaðri byggingu á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í stofnun lóðar undir veitingaskála á tilgreindum stað. Leggja þarf fram hnitsettan uppdrátt til samþykktar þar sem gerð er grein fyrir aðkomu að lóðinni og byggingarskilmálum. Ráðinu hugnast þó ekki fyrirhuguð bygging samkv. þeirri teikningu sem lögð er fram til kynningar.
12.Fundarpunktar samráðsfundar með hálendisnefnd um miðhálendisþjóðgarð.
201902059
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti minnispunkta af fundi sem haldinn var 9. janúar s.l. af þverpólitískri nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu með fulltrúum Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
13.Ósk um úthlutun á svæði undir æfingaaðstöðu slökkviliðs og stuðning við frágang þess.
201902083
Slökkvilið Norðurþings óskar eftir að starfseminni verði úthlutað nýju æfingasvæði í malarnámu fyrir sunnan Húsavík. Æfingasvæði slökkviliðsins hefur fram að þessu verið á Húsavíkurhöfða, en vegna þeirra byggingaframkvæmda sem staðið hafa yfir og fyrirhugaðar eru á Höfða, er nauðsynlegt að finna slökkviliðinu annan stað til æfinga.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir úthlutun æfingasvæðis að því gefnu að slökkvilið standi straum af kostnaði við undirbúning á svæðinu.
14.Ljósvistarskipulag fyrir Norðurþing.
201902092
Verkfræðistofan Verkís hefur boðist til þess að teikna upp ljósvistarskipulag fyrir Norðurþing. Ljósvistarskipulag gæti verið nokkurs konar aðalskipulag í lýsingarmálum sveitarfélagsins til framtíðar og stefnumarkandi við þá vinnu sem nú þegar stendur yfir varðandi LED-væðingu í sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið en telur að svo stöddu ekki tilefni til að fara í slíkt skipulag.
15.Ásgata 10 Raufarhöfn
201702112
Klifaeignir ehf. hafa farið fram á að Norðurþing afsali eignarétti sínum vegna eignarinnar Ásgata 10 á Raufarhöfn, yfir til Klifaeigna ehf.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til kröfu Klifaeigna ehf. m.t.t. fyrirliggjandi kaupsamnings.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til kröfu Klifaeigna ehf. m.t.t. fyrirliggjandi kaupsamnings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gefa út afsal til Klifaeigna ehf. vegna Ásgötu 10. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að ekki sé búið að klára húsið að utan líkt og samningur kveður á um.
16.Beiðni um kaup á svokölluðu Lýsishúsi við Aðalbraut 16 - 22 Raufarhöfn.
201809001
A.G. Briem endurnýjar beiðni sína um kaup á Lýsishúsinu svokallaða á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu að svo stöddu. Ráðið samþykkir að umrædd eign verði auglýst til sölu með fyrirvörum, að undangenginni skiptingu lóðar og vísar því til sveitarstjórnar.
17.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2018
201810025
Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í þjónustukönnun á Gallup í nóvember og desember 2018. Niðurstöður þeirrar könnunnar liggja nú fyrir og eru lagðir fram í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 11-16.