Fara í efni

Ósk um samþykki lóðarstofnunar fyrir atvinnustarfsemi út úr landi Tóveggjar

Málsnúmer 201901087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2 ha lóðar undir atvinnustarfsemi úr landi Tóveggjar í Kelduhverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirhugaðri lóð.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða atvinnustarfssemi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 24. fundur - 26.02.2019

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 1.500 m² lóðar úr landi Tóveggjar í Kelduhverfi. Fyrir liggur rissmynd af lóð sem og teikningar af fyrirhugaðri byggingu á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í stofnun lóðar undir veitingaskála á tilgreindum stað. Leggja þarf fram hnitsettan uppdrátt til samþykktar þar sem gerð er grein fyrir aðkomu að lóðinni og byggingarskilmálum. Ráðinu hugnast þó ekki fyrirhuguð bygging samkv. þeirri teikningu sem lögð er fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 32. fundur - 21.05.2019

Erindið var áður tekið fyrir á fundi 26. febrúar s.l. Nú liggur fyrir hnitsett teikning af 1.600 m² lóð og gróf hugmynd að tengingu lóðarinnar við Dettifossveg og hugmyndir að húsbyggingu á lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi lóðarblaði. Tengingu við Dettifossveg þarf að útfæra nánar í samráði við Vegagerðina. Ennfremur fellst ráðið á hugmyndir að formi og útliti húss.

Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi lóðarblaði. Tengingu við Dettifossveg þarf að útfæra nánar í samráði við Vegagerðina. Ennfremur fellst ráðið á hugmyndir að formi og útliti húss.
Til máls tóku Óli og Silja

Samþykkt samhljóða