Sveitarstjórn Norðurþings

93. fundur 18. júní 2019 kl. 16:15 - 17:58 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Silja Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
 • Bergþóra Höskuldsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.

201901042

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga miðað við fyrirliggjandi gögn.
Samþykkt samhljóða

2.Tillaga að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - Ásbyrgi

201904051

Nú hefur borist umsögn frá hverfisráði Kelduhverfis þar sem mælt er með að umrætt landsvæði falli undir þjóðgarðinn.
Samþykkt samhljóða

3.Saltvík ehf. óskar lóðarstækkunar og byggingarleyfis fyrir starfsmannahús við Saltvík

201905071

Samþykkt samhljóða

4.Ósk um samþykki lóðarstofnunar fyrir atvinnustarfsemi út úr landi Tóveggjar

201901087

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi lóðarblaði. Tengingu við Dettifossveg þarf að útfæra nánar í samráði við Vegagerðina. Ennfremur fellst ráðið á hugmyndir að formi og útliti húss.
Til máls tóku Óli og Silja

Samþykkt samhljóða

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun bílskúrs að Lyngbrekku 15

201906006

Agnar Kári Sævarsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Lyngbrekku 15. Viðbygging er 37,8 m² að grunnfleti. Fyrir liggur teikning unnin af Vigfúsi Sigurðssyni, byggingartæknifræðingi. Ennfremur liggur fyrir undirritað samþykki nágranna að Lyngbrekku 10, 13 og 14.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Samþykkt samhljóða

6.Skerjakolla ehf. óskar eftir tímabundnu áfengisleyfi v/Bryggjutónleika á Sólstöðuhátíð

201906051

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna leyfisveitingar til Skerjakollu ehf.

7.Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

201905034

Eftirfarandi var bókað á 33. fundi Fjölskylduráðs;
Fjölskylduráð samþykkir Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
Samþykkt samhljóða

8.Reglur Norðurþings um NPA (notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk)

201904125

Samþykkt samhljóða

9.Samningur við FEB um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

201905125

Eftirfarandi var bókað á 34. fundi Fjölskylduráðs;
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að skrifa undir samninginn með fyrirvara um staðfestingu í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tóku Hjálmar Bogi, Kristján Þór og Bergur Elías

Samþykkt samhljóða

10.Siðareglur félagsþjónustu

201904126

Samþykkt samhljóða

11.Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík

201902055

Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill, Silja og Kristján Þór

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu;

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar að hefja undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar & ungmennahúss á Húsavík. Í greinargerð með tillögunni kom fram að verkefnið væri samstarfsverki fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs. Jafnframt kom fram í greinargerðinni að undirbúningur tæki mið af sjónarmiðum þeirra sem kæmu til með að nýta sér þjónustuna.
Þess vegna leggja undirrituð til að málið verði tekið upp í Ungmennaráði Norðurþings og sömuleiðis að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.


Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði,
samþykkt samhljóða.

12.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

201806044

Fyrir sveitarstjórn liggur að kjósa í byggðarráð til eins árs og einnig skulu forseti sveitarstjórnar og tveir varaforsetar kosnir árlega skv. samþykktum Norðurþings. Einnig liggja fyrir fleiri breytingar á nefndarskipan.

Bent skal á að nú þegar hafa orðið eftirfarandi breytingar:

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, aðalmaður

Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í stað Atla Vigfússonar sem varamaður verður Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir
Til máls tóku Hafrún, Silja, Hjálmar, og Örlygur
Kjör Forseta sveitarstjórnar og varaforseta sem tekur gildi frá og með 1. júlí 2019.
Meirihluti sveitarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu;
Óli Halldórsson, forseti.
Örlygur Hnefill Örlygsson, 1. varaforseti.
Silja Jóhannesdóttir, 2. varaforseti.

Hafrún ber upp eftirfarandi tillögu;
Tillaga:
Undirrituð leggur til að Hjálmar Bogi Hafliðason, annar sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Norðurþings verði skipaður 1. varaforseti sveitarstjórnar Norðurþings á fundi sveitarstjórnar 18. júní 2019.

Greinargerð:
Með vísan í áratuga hefðir bæði hjá sveitarstjórnum og Alþingi, að fulltrúi minnihluta skipi sæti fyrsta varaforseta. Til að mynda var það raunin hér í Norðurþingi fram að þessu kjörtímabili og því leggur undirrituð fram þessa tillögu. Jafnframt tel ég þetta vera mikilvægan lið í að skapa traust á milli meiri- og minnihluta.

Forseti sveitarstjórnar veitir 5 mínútna fundarhlé að ósk Silju.

Silja óskar bókað; að minnihluti tilnefni konu sem 1. varaforseta vegna kröfu um kynjakvóta í nefndum.
Forseti sveitarstjórnar veitir 5 mínútna fundarhlé að ósk Kristjáns.

Meirihluti leggur fram eftirfarandi bókun;
Meirihluti sveitarstjórnar fellst á tillögu Hafrúnar Olgeirsdóttur um að Hjálmar Bogi Hafliðason verði 1. varaforseti sveitarstjórnar. Meirihlutinn harmar þó að fulltrúar minnihlutans hafi ekki séð sér fært að leggja tillöguna fram fyrirfram, hafi hafnað tillögu Silju Jóhannesardóttur um að tilnefna konu sem 1. varaforseta og eða fulltrúi E-listans hafi ekki verið tilbúinn til að taka þessa ábyrgðarstöðu í stjórnsýsu sveitarfélagsins.

Tillaga Hafrúnar borin undir atkvæði;
Samþykkt með atkvæðum allra nema Örlygur Hnefill situr hjá.

Tillaga að tilnefningu forseta auk 1. og 2. varaforseta borin undir atkvæði með áorðnum breytingum;
Óli Halldórsson verði forseti sveitarstjórnar
Hjálmar Bogi Hafliðason verði 1. varaforseti
Silja Jóhannesdóttir verði 2. varaforseti

Samþykkt samhljóða.

Aðrar breytingar sem taka gildi frá og með deginum í dag;
Tillaga að byggðarráði;
Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður
Silja Jóhannesdóttir, varaformaður
Bergur Elías Ágústsson
B-lista, aðalmaður
Hafrún Olgeirsdóttir
E-lista, áheyrnarfulltrúi
Óli Halldórsson, áheyrnarfulltrúi
Hjálmar Bogi Hafliðason
B-lista, varamaður aðalmanns
Kristján Friðrik Sigurðsson
E-lista, varamaður áheyrnarfulltrúa

Tillagan samþykkt samhljóða

Fjölskylduráð;
Örlygur Hnefill Örlygsson, formaður
Berglind Hauksdóttir, varaformaður
Benóný Valur Jakobsson, aðalmaður
Eiður Pétursson sem aðalmaður í stað Hrundar Ásgeirsdóttur
B-lista
Jóna Björg Arnarsdóttir, varamaður fyrir Benóný
Jónas Þór Viðarsson sem varamaður fyrir Eið Pétursson

B-lista

Samþykkt samhljóða

Skipulags- og framkvæmdaráð;

Ásta Hermannsdóttir sem varamaður í stað Davíðs Þórólfssonar
E-lista

Samþykkt samhljóða

Stjórn Menningarsjóðs þingeyskra kvenna
Silja Jóhannesdóttir aðalmaður

Samþykkt samhljóða

13.Skýrsla sveitarstjóra

201605083

Sveitarstjóri fór yfir ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á síðastliðnum mánuði.

Til máls tóku; Kristján Þór, Óli og Hjálmar Bogi

14.Umboð til byggðarráðs

201906046

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita byggðarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi sveitarstjórnar. Umboðið gildir til og með 19. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða

15.Byggðarráð Norðurþings - 290

1905008F

Bergur Elías tók til máls undir lið nr. 2.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 291

1905012F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Byggðarráð Norðurþings - 292

1905014F

Til máls tók undir lið nr. 6;
Hjálmar Bogi og Kristján Þór

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 293

1906003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 32

1905006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 33

1905010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 34

1905013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 35

1906001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 33

1905007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 34

1905011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð - 35

1905015F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð - 36

1906002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Orkuveita Húsavíkur ohf - 190

1904006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Orkuveita Húsavíkur ohf - 191

1904008F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Orkuveita Húsavíkur ohf - 192

1904009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Orkuveita Húsavíkur ohf - 193

1905009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:58.