Fara í efni

Tillaga að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - Ásbyrgi

Málsnúmer 201904051

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir afstöðu og samþykki Norðurþings fyrir að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs eftir afstöðu og samþykki Norðurþings fyrir að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.
Til máls tók;
Bergur Elías, Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Silja.

Bergur leggur fram tillögu þess efnis að tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs verði send hverfisráði Kelduhverfis til umsagnar.

Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Erindinu frestað.

Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019

Nú hefur borist umsögn frá hverfisráði Kelduhverfis þar sem mælt er með að umrætt landsvæði falli undir þjóðgarðinn.
Samþykkt samhljóða